Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2021 14:03 Eddu og Kristófer var ansi brugðið þegar þau sáu skiltið. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda. Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda.
Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira