Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:32 Vinirnir Brandur og Bjartur. Vísir/vilhelm Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira