Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:32 Vinirnir Brandur og Bjartur. Vísir/vilhelm Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira