Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:00 Könnunin byggir á tveimur mælingum sem voru gerðar í lok janúar og byrjun febrúar. vísir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. Könnunin sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, inniheldur tvær mælingar síðan í lok janúar og byrjun febrúar. Svarendur eru 2.029. Samkvæmt henni nýtur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra yfirburða vinsælda í ráðherrahópnum og fimmtíu og átta prósent svarenda eru ánægðir með hennar störf. Næst koma Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, en tæpur helmingur er ánægður með þau. Heldur fleiri eru óánægðir með Svandísi, eða fjórðungur, en nítján prósent segjast óánægðir með Ásmund. Aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins; menntamálaráðherra og samgönguráðherra eru næst í vinsældaröðinni. Fjörtíu og þrjú prósent segjast ánægð með Lilju Dögg Alfreðsdóttur en þrjátíu og átta prósent með Sigurð Inga Jóhannsson. Þá er ríflega þriðjungur ánægður með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir virðist þó heldur umdeildari en Guðlaugur Þór Þórðarson, þar sem ríflega þriðjungur er jafnframt óánægður með hennar störf. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Fleiri segjast óánægðir en ánægðir með störf Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Þriðjungur segist ánægður með hans störf en 43 prósent eru óánægðir. Sama gildir um Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og eru þar fleiri óánægðir en ánægðir, eða 28 prósent ánægðir og 37 prósent óánægðir. Þrjátíu prósent sveranda segjast ánægðir með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Aðeins færri, eða 28 prósent segjast óánægðir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, rekur lestina. Einungis níu prósent, eða tæplega einn af hverjum tíu er ánægður með hann og mun fleiri eru óánægðir, eða 64 prósent. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta var framkvæmd 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú seinni 5. til 12. febrúar 2021. Svarendur voru 2.029. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Könnunin sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, inniheldur tvær mælingar síðan í lok janúar og byrjun febrúar. Svarendur eru 2.029. Samkvæmt henni nýtur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra yfirburða vinsælda í ráðherrahópnum og fimmtíu og átta prósent svarenda eru ánægðir með hennar störf. Næst koma Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, en tæpur helmingur er ánægður með þau. Heldur fleiri eru óánægðir með Svandísi, eða fjórðungur, en nítján prósent segjast óánægðir með Ásmund. Aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins; menntamálaráðherra og samgönguráðherra eru næst í vinsældaröðinni. Fjörtíu og þrjú prósent segjast ánægð með Lilju Dögg Alfreðsdóttur en þrjátíu og átta prósent með Sigurð Inga Jóhannsson. Þá er ríflega þriðjungur ánægður með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir virðist þó heldur umdeildari en Guðlaugur Þór Þórðarson, þar sem ríflega þriðjungur er jafnframt óánægður með hennar störf. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Fleiri segjast óánægðir en ánægðir með störf Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Þriðjungur segist ánægður með hans störf en 43 prósent eru óánægðir. Sama gildir um Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og eru þar fleiri óánægðir en ánægðir, eða 28 prósent ánægðir og 37 prósent óánægðir. Þrjátíu prósent sveranda segjast ánægðir með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Aðeins færri, eða 28 prósent segjast óánægðir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, rekur lestina. Einungis níu prósent, eða tæplega einn af hverjum tíu er ánægður með hann og mun fleiri eru óánægðir, eða 64 prósent. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta var framkvæmd 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú seinni 5. til 12. febrúar 2021. Svarendur voru 2.029.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira