„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. mars 2021 07:01 Fv.: Ríkharður Brynjólfsson, Fróði Jóhannesson og Ingólfur Bjarni Sveinsson Vísir/Vilhelm Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. Tactica ehf. var stofnað fljótlega eftir bankahrun, eða árið 2012. Hjá fyrirtækinu starfa tuttugu starfsmenn, þar af helmingur í Úkraínu. Fjármögnun þróunarvinnu erfið Stofnendur og eigendur Tactica eru Fróði Jóhannesson, Ríkharður Brynjólfsson og Ingólfur Bjarni Sveinsson. Þeir eiga allir jafnan hlut í félaginu en kjarnastarfsemi félagsins byggir á hugbúnaðarþróun, hýsingu og kerfisrekstri. „Við höfum alfarið fjármagnað þróunina með eigin fé félagsins síðastliðin fjögur til fimm ár,“ segir Fróði og bætir við: „Samhliða höfum við verið að kanna möguleika á fjármögnun frá fjármálastofnunum og fjárfestum til að styðja við frekari vöxt félagsins en þau mál eru í skoðun.“ Ingólfur segir fjármögnun fyrir þróunarkostnaði vissulega reyna á og oft hafi það verið mjög erfitt að fá ekki styrki: Það var ákveðið högg þegar við fengum í þriðja sinn höfnun frá Tækniþróunarsjóði þegar við þurftum sárlega mikið á því að halda að setja auka púður í þróunina en um leið gerum við okkur grein fyrir að starf úthlutunarnefndar þar er langt frá því að vera einfalt. Við vonum að næsta úthlutun verði okkur í hag nú þegar samningur af þessari stærðargráðu er í höfn,“ Starfsfólk með aðsetur á Íslandi, aftari röð fv: Róbert Fannar Halldórsson, Ríkharður Brynjólfsson, Fróði Jóhannesson, Ingólfur Bjarni Sveinsson, Hilmir Guðlaugsson. Fremri röð fv.: Hafsteinn Már Heimisson, Kristinn Esmar Kristmundsson, Eva Guðný Einarsdóttir, Kristófer Már Gíslason.Vísir/Vilhelm Félagarnir segja stærstu afurðina vera hugbúnaðarlausnina Integrator, sem ekki aðeins leysir mál verslunarmiðstöðva heldur gegnir einnig því hlutverki að vera upplýsinga- og framleiðslukerfi, eða PIM (e. Product Information Management kerfi). Fjöldi íslenskra vefverslana nýta sér þetta kerfi nú þegar. Samningur sem opnar gáttir Á Íslandi eru um 1200 fyrirtæki í mismiklum mánaðarviðskiptum við Tactica en félagarnir gera sér vonir um að samningurinn við Placewise Group opni þeim gáttir út í heim og á alþjóða markað. Samningaferlið tók um sjö mánuði en áður en að honum kom, höfðu þeir félagar reynt fyrir sér í Danmörku. „Eftir að við unnum verkefnið fyrir Kringluna 2019 fórum við að kortleggja hvaða aðilar væru stærstir í stafrænni þjónustu fyrir verslunarmiðstöðvar og hófum meðal annars viðræður við danskt fyrirtæki um samstarf en við náðum ekki saman,“ segir Ríkharður. Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur að fyrra bragði og höfðu áhuga á að vita meira um verkefnið sem við unnum fyrir Kringluna,“ segir Fróði og bætir því við að stuttu síðar hafi samningaferlið við Placewises hafist. Til skýringar á því í hverju hugbúnaðarlausn Integrator felst, segir Ingólfur lausn Intergrator í raun felast í því að sjálfvirknivæða flæði vörugagna á milli kerfa. Það sé skýringin á því hvers vegna Intergrator henti sérstaklega vel verslunarmiðstöðvum þar sem rekstraraðilar eru margir og kerfi ólík. „Verslunarmiðstöðvar hafa lengi átt undir högg að sækja vegna samkeppni við vefverslanir og því er mikill áhugi hjá þeim að koma á fót sínum eigin vefverslunum þar sem vöruúrval frá öllum verslunum er aðgengilegt á einum stað ásamt annarri þjónustu sem í boði er,“ segir Ríkharður. Þá sjái Intergrator um tengingar á milli vefverslana- og fjárhagskerfa og oft annarra kerfa eins og birgða-, vöruhúsakerfa eða vörumyndabanka. En hvers vegna er helmingur starfsfólks í Úkraínu? „Það er mjög vinsælt að úthýsa hugbúnaðarvinnu til Úkraínu, lítill tímamismunur og góð enskukunnátta spilar þar stórt hlutverk og lítill sem enginn menningarmunur. Við upplifum gríðarlega mikla vinnusemi og metnað í fólki ásamt því að menntunarstigið er mjög hátt,“ segir Fróði og Ríkharður bætir við: Við ferðumst reglulega til Úkraínu og hittum starfsfólkið en það er algjört lykilatriði að eiga ekki eingöngu í rafrænum samskiptum.“ Tækni Nýsköpun Stafræn þróun Tengdar fréttir Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Tactica ehf. var stofnað fljótlega eftir bankahrun, eða árið 2012. Hjá fyrirtækinu starfa tuttugu starfsmenn, þar af helmingur í Úkraínu. Fjármögnun þróunarvinnu erfið Stofnendur og eigendur Tactica eru Fróði Jóhannesson, Ríkharður Brynjólfsson og Ingólfur Bjarni Sveinsson. Þeir eiga allir jafnan hlut í félaginu en kjarnastarfsemi félagsins byggir á hugbúnaðarþróun, hýsingu og kerfisrekstri. „Við höfum alfarið fjármagnað þróunina með eigin fé félagsins síðastliðin fjögur til fimm ár,“ segir Fróði og bætir við: „Samhliða höfum við verið að kanna möguleika á fjármögnun frá fjármálastofnunum og fjárfestum til að styðja við frekari vöxt félagsins en þau mál eru í skoðun.“ Ingólfur segir fjármögnun fyrir þróunarkostnaði vissulega reyna á og oft hafi það verið mjög erfitt að fá ekki styrki: Það var ákveðið högg þegar við fengum í þriðja sinn höfnun frá Tækniþróunarsjóði þegar við þurftum sárlega mikið á því að halda að setja auka púður í þróunina en um leið gerum við okkur grein fyrir að starf úthlutunarnefndar þar er langt frá því að vera einfalt. Við vonum að næsta úthlutun verði okkur í hag nú þegar samningur af þessari stærðargráðu er í höfn,“ Starfsfólk með aðsetur á Íslandi, aftari röð fv: Róbert Fannar Halldórsson, Ríkharður Brynjólfsson, Fróði Jóhannesson, Ingólfur Bjarni Sveinsson, Hilmir Guðlaugsson. Fremri röð fv.: Hafsteinn Már Heimisson, Kristinn Esmar Kristmundsson, Eva Guðný Einarsdóttir, Kristófer Már Gíslason.Vísir/Vilhelm Félagarnir segja stærstu afurðina vera hugbúnaðarlausnina Integrator, sem ekki aðeins leysir mál verslunarmiðstöðva heldur gegnir einnig því hlutverki að vera upplýsinga- og framleiðslukerfi, eða PIM (e. Product Information Management kerfi). Fjöldi íslenskra vefverslana nýta sér þetta kerfi nú þegar. Samningur sem opnar gáttir Á Íslandi eru um 1200 fyrirtæki í mismiklum mánaðarviðskiptum við Tactica en félagarnir gera sér vonir um að samningurinn við Placewise Group opni þeim gáttir út í heim og á alþjóða markað. Samningaferlið tók um sjö mánuði en áður en að honum kom, höfðu þeir félagar reynt fyrir sér í Danmörku. „Eftir að við unnum verkefnið fyrir Kringluna 2019 fórum við að kortleggja hvaða aðilar væru stærstir í stafrænni þjónustu fyrir verslunarmiðstöðvar og hófum meðal annars viðræður við danskt fyrirtæki um samstarf en við náðum ekki saman,“ segir Ríkharður. Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur að fyrra bragði og höfðu áhuga á að vita meira um verkefnið sem við unnum fyrir Kringluna,“ segir Fróði og bætir því við að stuttu síðar hafi samningaferlið við Placewises hafist. Til skýringar á því í hverju hugbúnaðarlausn Integrator felst, segir Ingólfur lausn Intergrator í raun felast í því að sjálfvirknivæða flæði vörugagna á milli kerfa. Það sé skýringin á því hvers vegna Intergrator henti sérstaklega vel verslunarmiðstöðvum þar sem rekstraraðilar eru margir og kerfi ólík. „Verslunarmiðstöðvar hafa lengi átt undir högg að sækja vegna samkeppni við vefverslanir og því er mikill áhugi hjá þeim að koma á fót sínum eigin vefverslunum þar sem vöruúrval frá öllum verslunum er aðgengilegt á einum stað ásamt annarri þjónustu sem í boði er,“ segir Ríkharður. Þá sjái Intergrator um tengingar á milli vefverslana- og fjárhagskerfa og oft annarra kerfa eins og birgða-, vöruhúsakerfa eða vörumyndabanka. En hvers vegna er helmingur starfsfólks í Úkraínu? „Það er mjög vinsælt að úthýsa hugbúnaðarvinnu til Úkraínu, lítill tímamismunur og góð enskukunnátta spilar þar stórt hlutverk og lítill sem enginn menningarmunur. Við upplifum gríðarlega mikla vinnusemi og metnað í fólki ásamt því að menntunarstigið er mjög hátt,“ segir Fróði og Ríkharður bætir við: Við ferðumst reglulega til Úkraínu og hittum starfsfólkið en það er algjört lykilatriði að eiga ekki eingöngu í rafrænum samskiptum.“
Tækni Nýsköpun Stafræn þróun Tengdar fréttir Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00
Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01
Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01
Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01