Reykjavíkurborg telur kristinfræðifrumvarp ekki til að auka víðsýni og efla mannskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 11:41 Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Miðflokksins og tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Reykjavíkurborg er „alfarið á móti þeirri nálgun að heiti námsgreinarinnar trúarbragðafræði verði breytt í kristinfræði og trúarbragðafræði og telur þá aðferð ekki til þess fallna að styðja við víðsýni og efla mannskilning.“ Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“ Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“
Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira