Dómur yfir Gunnari Jóhanni mildaður úr þrettán árum í fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2021 06:34 Gunnar Jóhann Gunnarsson (neðri mynd til hægri) banaði Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í október síðastliðinn. Hann hefur nú verið mildaður verulega. Getty Dómurinn yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem skaut hálfbróður sinn til bana í bænum Mehamn í Noregi, var í gær mildaður verulega. Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá dómnum í gærkvöldi. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr í gær um að þrettán ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut í héraði skyldi mildaður í fimm ára fangelsisdóm. Gunnar getur sótt um reynslulausn þegar hann hefur setið af sér tvo þriðju dómsins en hann er þegar búinn að afplána tæp tvö ár í gæsluvarðhaldi sem dregst þá frá refsingunni. Ákæruvaldið íhugar nú hvort það muni áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar. Gísla Þór Þórarinssyni blæddi út eftir að Gunnar Jóhann skaut hann í lærið. Gísli var á lífi þegar lögreglan kom á vettvang en tókst ekki að bjarga lífi hans. Málflutningur hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø 22. febrúar síðastliðinn. Dómur Héraðsdóms Austur-Finnmerkur var í samræmi við kröfur saksóknara um að Gunnar Jóhann hefði banað hálfbróður sínum að yfirlögðu ráði. Naumur meirihluti dómara í áfrýjunarmálinu var hins vegar á öndverðum meiði og fannst ekki hafið yfir vafa að það hafi verið ásetningur Gunnars Jóhanns að skjóta Gísla Þór til bana. Fjórir dómarar voru sammála en þrír vildu staðfesta dóminn af lægra dómstigi. Greint var frá því í desember að verjendur Gunnars Jóhanns hafi fengið til liðs við sig lögmanninn Brynjar Meling sem er vel þekktur í Noregi, en fyrst og fremst fyrir að hafa verið lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. Manndráp í Mehamn Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04 Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá dómnum í gærkvöldi. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr í gær um að þrettán ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut í héraði skyldi mildaður í fimm ára fangelsisdóm. Gunnar getur sótt um reynslulausn þegar hann hefur setið af sér tvo þriðju dómsins en hann er þegar búinn að afplána tæp tvö ár í gæsluvarðhaldi sem dregst þá frá refsingunni. Ákæruvaldið íhugar nú hvort það muni áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar. Gísla Þór Þórarinssyni blæddi út eftir að Gunnar Jóhann skaut hann í lærið. Gísli var á lífi þegar lögreglan kom á vettvang en tókst ekki að bjarga lífi hans. Málflutningur hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø 22. febrúar síðastliðinn. Dómur Héraðsdóms Austur-Finnmerkur var í samræmi við kröfur saksóknara um að Gunnar Jóhann hefði banað hálfbróður sínum að yfirlögðu ráði. Naumur meirihluti dómara í áfrýjunarmálinu var hins vegar á öndverðum meiði og fannst ekki hafið yfir vafa að það hafi verið ásetningur Gunnars Jóhanns að skjóta Gísla Þór til bana. Fjórir dómarar voru sammála en þrír vildu staðfesta dóminn af lægra dómstigi. Greint var frá því í desember að verjendur Gunnars Jóhanns hafi fengið til liðs við sig lögmanninn Brynjar Meling sem er vel þekktur í Noregi, en fyrst og fremst fyrir að hafa verið lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns.
Manndráp í Mehamn Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04 Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
„Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04
Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00
Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01
Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59