Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2021 14:07 Alexander Gauland, annar leiðtoga AfD á þýska þinginu. Getty Þýska leyniþjónustan hefur breytt skilgreiningu á hægriþjóðernisflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland (AfD)) á þann veg að hann er nú skilgreindur sem möguleg öfgahreyfing sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu. Þessi nýja skilgreining veitir leyniþjónustunni auknar heimildir til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira