Stuðningsfólk Viðreisnar líklegast til að fara í frí til útlanda á þessu ári Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2021 13:01 Ferðaskrifstofur og flugfélög gera sér vonir um að uppsöfnuð þörf muni leiða til sprengingar í utanlandsferðum þegar fólk telur öruggt að fara út fyrir landsteinanna. Vísir/getty 58,7 prósent Íslendinga segja ólíklegt eða útilokað að þeir fari í frí til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 16,1 prósent svarenda telja mjög líklegt eða alveg öruggt að utanlandsferð sé í kortunum. 13,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu það í meðallagi líklegt að farið verði í frí til útlanda fyrir lok ársins og 28 prósent sögðu það ýmist líklegt, mjög líklegt eða öruggt. Óhætt er að segja að ferðaþjónustugeirinn hafi víða verið í lamasessi undanfarið ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru og meðfylgjandi ferðatakmarkanna. Óvenjulítið hefur verið um utanlandsferðir landsmanna á þeim tíma en greinilegt að farið er að bera á ferðaþorsta hjá einhverjum hluta landsmanna þó ekki sjái alveg fyrir endann á faraldrinum eða hvenær bólusetningu lýkur. Tæp 13 prósent svarenda töldu útilokað að þeir væru á leið í frí erlendis á þessu ári. Maskína Langflestir ætla til Evrópulanda Af svarendum Maskínu sem sögðu öruggt eða líklegt að þeir fari í frí til útlanda á árinu sögðu langflestir, eða 91 prósent, að líklegast yrði ferðinni heitið til landa innan Evrópu en 10,4 prósent horfðu til Norður-Ameríku. Þá nefndu mun færri aðrar heimsálfur en þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt svar í þessari spurningu. Flestir sem töldu líklegt eða öruggt að ferð yrði bókuð á árinu sögðu að farið yrði út í september til desember, eða 66,4 prósent, en 21,3 prósent horfðu helst til júlí eða ágúst. 10,2 prósent töldu líklegast að farið yrði í maí eða júní og einungis 2,1 prósent vildu fara fyrir maímánuð. Svör við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú farir í frí til útlanda á þessu ári?“ greind eftir bakgrunnsbreytum.Maskína Karlar og langskólagengið fólk líklegra til að bóka ferð Séu niðurstöður greindar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að karlar eru líklegri til að hyggja á utanlandsferð á þessu ári en 32,4 prósent þeirra svöruðu því að það væri líklegt eða öruggt að þeir myndu fara í frí erlendis á árinu samanborið við 23,3 prósent kvenna. Þá benda niðurstöður Maskínu til þess að jákvæð fylgni sé á milli lengri skólagöngu og aukins ferðaáhuga. Til að mynda sögðu 32,8 prósent svarenda sem höfðu lokið framhaldsnámi í háskóla að það væri líklegt eða öruggt að utanlandsferð væri í kortunum samanborið við 24,9 prósent þeirra sem höfðu einungis lokið grunnskólaprófi. Ferðaáhugi var misjafn eftir því hvar fólk er staðsett í stjórnmálum.Maskína Stuðningsfólk Viðreisnar spenntast fyrir utanlandsferð Þeir sem eru með hærri tekjur eru líklegri til að fara til útlanda en 40,8 prósent svarenda sem sögðust vera með 1,2 milljónir króna eða meira í heimilstekjur á mánuði sögðu slíkt líklegt eða öruggt. Ef horft er til stuðnings við stjórnmálaflokka þá voru þeir svarendur sem hygðust kjósa Viðreisn líklegastir til að fara í frí erlendis á þessu ári en 40,4 prósent þeirra sögðu það líklegt eða öruggt. Stuðningsfólk Pírata virðist þó ekki vera eins áhugasamt en 69,5% þess sagði ólíklegt eða útilokað að það yfirgefi landið í bráð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, svo þau endurspegli þjóðina. Könnunin fór fram dagana 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 1.320 talsins. Ferðalög Skoðanakannanir Viðreisn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
13,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu það í meðallagi líklegt að farið verði í frí til útlanda fyrir lok ársins og 28 prósent sögðu það ýmist líklegt, mjög líklegt eða öruggt. Óhætt er að segja að ferðaþjónustugeirinn hafi víða verið í lamasessi undanfarið ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru og meðfylgjandi ferðatakmarkanna. Óvenjulítið hefur verið um utanlandsferðir landsmanna á þeim tíma en greinilegt að farið er að bera á ferðaþorsta hjá einhverjum hluta landsmanna þó ekki sjái alveg fyrir endann á faraldrinum eða hvenær bólusetningu lýkur. Tæp 13 prósent svarenda töldu útilokað að þeir væru á leið í frí erlendis á þessu ári. Maskína Langflestir ætla til Evrópulanda Af svarendum Maskínu sem sögðu öruggt eða líklegt að þeir fari í frí til útlanda á árinu sögðu langflestir, eða 91 prósent, að líklegast yrði ferðinni heitið til landa innan Evrópu en 10,4 prósent horfðu til Norður-Ameríku. Þá nefndu mun færri aðrar heimsálfur en þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt svar í þessari spurningu. Flestir sem töldu líklegt eða öruggt að ferð yrði bókuð á árinu sögðu að farið yrði út í september til desember, eða 66,4 prósent, en 21,3 prósent horfðu helst til júlí eða ágúst. 10,2 prósent töldu líklegast að farið yrði í maí eða júní og einungis 2,1 prósent vildu fara fyrir maímánuð. Svör við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú farir í frí til útlanda á þessu ári?“ greind eftir bakgrunnsbreytum.Maskína Karlar og langskólagengið fólk líklegra til að bóka ferð Séu niðurstöður greindar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að karlar eru líklegri til að hyggja á utanlandsferð á þessu ári en 32,4 prósent þeirra svöruðu því að það væri líklegt eða öruggt að þeir myndu fara í frí erlendis á árinu samanborið við 23,3 prósent kvenna. Þá benda niðurstöður Maskínu til þess að jákvæð fylgni sé á milli lengri skólagöngu og aukins ferðaáhuga. Til að mynda sögðu 32,8 prósent svarenda sem höfðu lokið framhaldsnámi í háskóla að það væri líklegt eða öruggt að utanlandsferð væri í kortunum samanborið við 24,9 prósent þeirra sem höfðu einungis lokið grunnskólaprófi. Ferðaáhugi var misjafn eftir því hvar fólk er staðsett í stjórnmálum.Maskína Stuðningsfólk Viðreisnar spenntast fyrir utanlandsferð Þeir sem eru með hærri tekjur eru líklegri til að fara til útlanda en 40,8 prósent svarenda sem sögðust vera með 1,2 milljónir króna eða meira í heimilstekjur á mánuði sögðu slíkt líklegt eða öruggt. Ef horft er til stuðnings við stjórnmálaflokka þá voru þeir svarendur sem hygðust kjósa Viðreisn líklegastir til að fara í frí erlendis á þessu ári en 40,4 prósent þeirra sögðu það líklegt eða öruggt. Stuðningsfólk Pírata virðist þó ekki vera eins áhugasamt en 69,5% þess sagði ólíklegt eða útilokað að það yfirgefi landið í bráð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, svo þau endurspegli þjóðina. Könnunin fór fram dagana 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 1.320 talsins.
Ferðalög Skoðanakannanir Viðreisn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira