„Hér eru að poppa upp nýjar verslanir á hverju horni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. mars 2021 12:36 Stefán Svan og Dúsa eigendur Stefánsbúðar á Laugavegi. Vilhelm/Visir „Ég er mjög hrifinn af göngugötum miðborgarinnar og hvet ég fólk eindregið til þess að mæta sjálft í miðbæinn og mynda sér skoðun, án þess að lesa bara um þetta í kommentakerfum,“ segir Stefán Svan Aðalheiðarson annar eigenda Stefánsbúðar í viðtali við Vísi. Stefánsbúð var upprunalega stofnuð sem Facebook síða árið 2011 þar sem Stefán sjálfur seldi föt sín til vina og vandamanna. Það var svo fimm árum síðar að Stefánsbúð sameinaðist tískuvöruversluninni P3 sem Bergljót Ólafsdóttir, eða Dúsa eins og hún er oftast kölluð, átti og rak. „Þessi sameining varð svo vísir af því sem við vinnum með í dag í Stefánsbúð.“ Vandað er mjög til verks þegar kemur að því að velja inn vörur og merki fyrir verslunina en Stefán og Dúsa hafa bæði áralanga reynslu að baki í tískuheiminum. Það eru því þrælvön tískuaugu sem skapa umhverfi og andrúmsloft verslunarinnar sem þykir einkar glæsileg. Stefán Svan og Dúsa hafa bæði áralanga reynslu í tískubransanum. Vilhelm/Vísir „Í dag bjóðum við upp á fatnað frá danska fatahönnuðinum Henrik Vibskov og franska tískuhúsinu Maison Margiela. Við seljum einnig hágæða ítalskar sokkabuxur, æðisleg náttúruleg ilmkerti frá Bandaríkjunum og fleira skemmtilegt.“ Hvað ertu búinn að vinna lengi í tískubransanum? „Ég er búinn að vinna í tískuvörubransanum frá því um 2005 og því óhætt að segja að ég hafi öðlast töluverða reynslu í gegnum tíðina.“ Í kjölfar heimsfaraldurs segir Stefán það óhjákvæmilegt að kauphegðun fólks hafi breyst en þau hafi þó fljótt brugðist við og opnað netverslunina Stefansbud.com. „Einnig lögðum við enn meiri kraft og áherslu á samfélagsmiðlana okkar en við erum virk bæði á Instagram og Facebook.“ Hverjir eru helstu straumar og stefnur í tískunni núna? Það ættu allir að fylgja sínum persónulega stíl, það er einhvern veginn allt gjaldgengt þessa dagana og því auðvelt að finna það sem hentar þínum stíl best. Víð og þægileg snið eru móðins og svo er gaman að sjá alklæðnað í sama mynstri eða dress sem eru áberandi. Nú hefur miðbærinn átt undir högg að sækja hvað varðar verslunarrými og eru þó nokkur pláss auð. Er einmanalegt í miðbænum? „Það gefur auga leið að þær verslanir sem þjónuðu aðallega ferðamönnum lifðu ekki af þegar þeir hættu að koma og þar sem það var mikið af þessum verslunum í bænum þá sást það vel til að byrja með þegar þær lokuðu hverjar af annarri. Miðbærinn er núna miklu meira spennandi fyrir heimafólk en bara fyrir ári síðan. Hér eru áfram verslanir sem fólk sækir sem býr hér á landi og núna er hér aukið pláss sem býður nýjum búðum heim. Hér eru að poppa upp nýjar verslanir á hverju horni.“ Stefán segir nýjar búðir vera að poppa upp á hverju horni í miðbænum. Vilhelm/Vísir Hvað viltu sjá breytast í skipulagi miðbæjarins til að gera hann enn eftirsóknarverðari fyrir nýjar búðir? „Mér finnst miðbærinn á góðri leið hvað uppbyggingu og skipulag varðar. Hverfisgatan hefur heppnast vel og þar sé ég verslanir opna núna síðustu misseri. Það þarf að vera fjölbreytni í stærðum verslunarplássa og góð blanda af verslunum, þjónustu og íbúðum.“ Göngugötur í miðbænum hafa verið áberandi hitamál í drjúgan tíma og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Stefán segist þó sjálfur mjög hrifinn af göngugötum og alfarið ósammála því að lokun á bílaumferð hafi slæm áhrif á verslun. Ég er mjög hrifinn af göngugötum miðborgarinnar og hvet ég fólk til þess að mæta sjálft í miðbæinn og mynda sér skoðun án þess að lesa bara um þetta í kommentakerfum. Finnur þú fyrir því að fólk sé orðið afslappaðra eftir að dregið hefur úr smitum? „Já, ég finn fyrir því að fólk er óhræddara að koma í bæinn og það treystir á sóttvarnir verslana og veitingastaða. Fólk er samt mjög duglegt að virða fjarlægðarmörk, sprittar sig og notar grímur.“ Stefán segist fullur bjartsýni með hækkandi sólu og hann vonist til þess að fólk veri duglegt að heimsækja miðbæinn og skoða framboðið af verslunum sem hann segir vera aukast til muna. „Sumar- og vorvörurnar eru þegar byrjaðar að streyma inn og erum við mjög glöð með okkur í búðinni. Ég held að við munum fá gott veður í vor og sumar og að við verðum dugleg að heimsækja miðbæinn og auðvitað að ferðast um landið okkar. Nú sem áður þarf að styðja við verslanirnar og þjónustuna í landinu,“ segir Stefán að lokum. Stefán og Dúsa eru bjartsýn fyrir sumarið og hvetja fólk til að gera sér ferð í miðbæinn. Vilhelm/Vísir Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Stefánsbúð var upprunalega stofnuð sem Facebook síða árið 2011 þar sem Stefán sjálfur seldi föt sín til vina og vandamanna. Það var svo fimm árum síðar að Stefánsbúð sameinaðist tískuvöruversluninni P3 sem Bergljót Ólafsdóttir, eða Dúsa eins og hún er oftast kölluð, átti og rak. „Þessi sameining varð svo vísir af því sem við vinnum með í dag í Stefánsbúð.“ Vandað er mjög til verks þegar kemur að því að velja inn vörur og merki fyrir verslunina en Stefán og Dúsa hafa bæði áralanga reynslu að baki í tískuheiminum. Það eru því þrælvön tískuaugu sem skapa umhverfi og andrúmsloft verslunarinnar sem þykir einkar glæsileg. Stefán Svan og Dúsa hafa bæði áralanga reynslu í tískubransanum. Vilhelm/Vísir „Í dag bjóðum við upp á fatnað frá danska fatahönnuðinum Henrik Vibskov og franska tískuhúsinu Maison Margiela. Við seljum einnig hágæða ítalskar sokkabuxur, æðisleg náttúruleg ilmkerti frá Bandaríkjunum og fleira skemmtilegt.“ Hvað ertu búinn að vinna lengi í tískubransanum? „Ég er búinn að vinna í tískuvörubransanum frá því um 2005 og því óhætt að segja að ég hafi öðlast töluverða reynslu í gegnum tíðina.“ Í kjölfar heimsfaraldurs segir Stefán það óhjákvæmilegt að kauphegðun fólks hafi breyst en þau hafi þó fljótt brugðist við og opnað netverslunina Stefansbud.com. „Einnig lögðum við enn meiri kraft og áherslu á samfélagsmiðlana okkar en við erum virk bæði á Instagram og Facebook.“ Hverjir eru helstu straumar og stefnur í tískunni núna? Það ættu allir að fylgja sínum persónulega stíl, það er einhvern veginn allt gjaldgengt þessa dagana og því auðvelt að finna það sem hentar þínum stíl best. Víð og þægileg snið eru móðins og svo er gaman að sjá alklæðnað í sama mynstri eða dress sem eru áberandi. Nú hefur miðbærinn átt undir högg að sækja hvað varðar verslunarrými og eru þó nokkur pláss auð. Er einmanalegt í miðbænum? „Það gefur auga leið að þær verslanir sem þjónuðu aðallega ferðamönnum lifðu ekki af þegar þeir hættu að koma og þar sem það var mikið af þessum verslunum í bænum þá sást það vel til að byrja með þegar þær lokuðu hverjar af annarri. Miðbærinn er núna miklu meira spennandi fyrir heimafólk en bara fyrir ári síðan. Hér eru áfram verslanir sem fólk sækir sem býr hér á landi og núna er hér aukið pláss sem býður nýjum búðum heim. Hér eru að poppa upp nýjar verslanir á hverju horni.“ Stefán segir nýjar búðir vera að poppa upp á hverju horni í miðbænum. Vilhelm/Vísir Hvað viltu sjá breytast í skipulagi miðbæjarins til að gera hann enn eftirsóknarverðari fyrir nýjar búðir? „Mér finnst miðbærinn á góðri leið hvað uppbyggingu og skipulag varðar. Hverfisgatan hefur heppnast vel og þar sé ég verslanir opna núna síðustu misseri. Það þarf að vera fjölbreytni í stærðum verslunarplássa og góð blanda af verslunum, þjónustu og íbúðum.“ Göngugötur í miðbænum hafa verið áberandi hitamál í drjúgan tíma og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Stefán segist þó sjálfur mjög hrifinn af göngugötum og alfarið ósammála því að lokun á bílaumferð hafi slæm áhrif á verslun. Ég er mjög hrifinn af göngugötum miðborgarinnar og hvet ég fólk til þess að mæta sjálft í miðbæinn og mynda sér skoðun án þess að lesa bara um þetta í kommentakerfum. Finnur þú fyrir því að fólk sé orðið afslappaðra eftir að dregið hefur úr smitum? „Já, ég finn fyrir því að fólk er óhræddara að koma í bæinn og það treystir á sóttvarnir verslana og veitingastaða. Fólk er samt mjög duglegt að virða fjarlægðarmörk, sprittar sig og notar grímur.“ Stefán segist fullur bjartsýni með hækkandi sólu og hann vonist til þess að fólk veri duglegt að heimsækja miðbæinn og skoða framboðið af verslunum sem hann segir vera aukast til muna. „Sumar- og vorvörurnar eru þegar byrjaðar að streyma inn og erum við mjög glöð með okkur í búðinni. Ég held að við munum fá gott veður í vor og sumar og að við verðum dugleg að heimsækja miðbæinn og auðvitað að ferðast um landið okkar. Nú sem áður þarf að styðja við verslanirnar og þjónustuna í landinu,“ segir Stefán að lokum. Stefán og Dúsa eru bjartsýn fyrir sumarið og hvetja fólk til að gera sér ferð í miðbæinn. Vilhelm/Vísir
Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira