Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 11:01 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá ákvörðun að loka á frjálsíþróttaæfingar í Laugardalshöll í sex vikur í vor. Stöð 2 Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira