Sex eru nú í gæsluvarðhaldi og þrír sæta farbanni vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir Íslendingi á fimmtugsaldri sem grunaður er um aðild að málinu rennur út í dag. Margeir segir ekki ákvörðun liggja fyrir um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald yfir honum.
Sautján dagar eru liðnir frá morðinu í Rauðagerði. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér varðandi rannsóknina. Í gær kom fram að yfirheyrslur og úrvinnsla gagna væri í fullum gangi en slík vinna væri mjög tímafrek.