310 vikur sem sá besti í heimi og búinn að ná meti Roger Federer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 13:31 Novak Djokovic með bikarinn fyrir sigurinn á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir að hann vann það á dögunum. AP/Hamish Blair Novak Djokovic er áfram besti tennismaður heims og með því að halda sæti sínu á toppi heimslistans þá setti hann nýtt met. Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021 Tennis Serbía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Sjá meira
Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021
Tennis Serbía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða