Kvíði og hræðsla eðlileg viðbrögð við jarðhræringum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 20:20 Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga að undanförnu og hafa skjálftar fundist víða á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira