Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 19:01 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“ Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“
Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira