Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 19:01 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“ Alþingi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“
Alþingi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent