Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:00 Helgi Hermannsson hjá Sling. Vísir/Vilhelm „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. „Til dæmis er bókasafnið í Los Angeles viðskiptavinur Sling með um 350 starfsmenn á kerfinu. Okkur datt aldrei í hug að bókasafn myndi nota Sling þegar við byrjuðum. Auðvitað geta bókasöfn haft margar staðsetningar, opið fram á kvöld og um helgar og því mikill fjöldi fólks að vinna þar á vöktum,“ segir Helgi. Sling er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki en hugbúnaður Sling var gefinn út árið 2015. Í dag starfa 38 starfsmenn frá tíu löndum hjá Sling. Takk Rannís! Skrifstofur Sling eru nokkrar. Í New York fer fram hönnun og samtal við viðskiptavini um vöruna. Söluteymið er staðsett í Boise Idaho. Hugbúnaðarþróunin fer svo fram í Reykjavík og Póllandi. „Við fengum 32 milljóna króna styrk frá Rannís árið 2015 sem skipti okkur miklu máli og hjálpaði okkur af stað, takk fyrir Rannís!“ segir Helgi og bætir við: Það getur ekki verið auðvelt að fá hundruði umsókna og þurfa að velja örfáar úr bunkanum án skyggnigáfu.“ Þá segir hann Sling einnig hafa fengið litla fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði og sjóði í New York en þessi fjármögnun í upphafi segir Helgi hafa gefið þeim sjálfstraustið og hleðslu á bílinn, til að keyra af stað út í óvissuna. „Það er mikið verk að smíða vöru þar sem við eigum alla virðiskeðjuna, allt frá því að viðskiptavinir finna okkur á Google þar til þeir gerast áskrifendur að vörunni,“ segir Helgi. Frá árinu 2019 hefur Sling verið rekið með hagnaði. Það sem skipti sköpum fyrir reksturinn var stór samningur sem fyrirtækið gerði í Bandaríkjunum árið 2016 og skilaði þeim 330 milljóna króna eingreiðslu. Hluti starfshópsins hjá Sling, fv.: Luis Flores, Yossi Rozantsev, Guillaume Meunier og Helgi Hermannsson. Helgi mælir með því að fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi, ráði til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks. Hjá Sling starfa 38 starfsmenn frá tíu löndum.Vísir/Vilhelm „Freemium“ viðskiptamódelið Helgi segir hugmyndina strax í upphafi hafa verið þá að horfa til Bandaríkjanna og smíða lausn sem hentaði þeim markaði. Þá hafi hann alltaf haft mikla trú á viðskiptalíkani Sling, en það byggir á hinu svokallaða „freemium“ viðskiptamódeli, eða fríkaupum. Fríkaup er viðskiptamódel þar sem hluti af vörunni er ókeypis en hluti er seldur í áskrift. Þótt líkanið sé nokkuð þekkt í dag, viðurkennir Helgi að það hafi ekki allir verið sammála honum árið 2015. En líkanið virkar. Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. „Það er auðvelt fyrir viðskiptavini að byrja að nota fríkaupar útgáfuna af Sling og svo er það okkar að sannfæra notendur um að þeir muni hagnast verulega á því að nota allan hugbúnaðinn, líka þann sem þarf að borga fyrir,“ segir Helgi og bætir við: „Þetta módel hefur virkað vel fyrir okkur ásamt leitarvélabestun og jákvæðu viðhorfi notenda. Við höfum ekki greitt fyrir auglýsingar en erum samt sýnilegir og vinnum stöðugt að því að bæta sýnileika vörunnar,“ segir Helgi. Hann segir þó að þótt viðskiptalíkanið virki fyrir Sling, sé það að sjálfsögðu ekki módel sem virkar fyrir alla. Hjá Sling sé samsetningin þannig að af þeim 19.000 vinnustöðum sem nota Sling eru 4.600 þeirra greiðendur. Þeir viðskiptavinir séu í 78 löndum og þar af séu langflestir, eða 73% í Bandaríkjunum. En hvers vegna var ákveðið að horfa strax til Bandaríkjanna? „Bandaríkin eru stærsti hugbúnaðar markaðurinn og þaðan koma flest fyrirtækin sem við þekkjum. Þar er líka mikil samkeppni í öllum greinum og áskorunin mikil. Það er nauðsynlegt að gera vel til þess að eiga möguleika. Þú þarft að skilja vandamálið sem þú ert að reyna að leysa fyrir viðskiptavininn. Okkur áskorun var og er að þróa vöru sem er sjálfafgreiðslu vara á internetinu og sem er notuð um allan heim en með fókus á þarfir bandarískra viðskiptavina, vöru sem bætir daglegan rekstur fyrirtækja og hjálpar þannig eigendum og starfsmönnum að njóta ferðarinnar með okkur. Við erum verkfæri sem gerir notandanum kleift að verða ofurhetja, við spörum bæði tíma og peninga ásamt því að auka jákvæða upplifun fólks í starfi sínu,“ segir Helgi. Hann segir Sling fylgjast með árlegum vexti á markaðinum því fjöldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að leita að hugbúnaðarlausnum á netinu á hverjum degi. Þessi leit gangi út á að fyrirtækin eru að reyna að finna leiðir til að auðvelda sér reksturinn. „Þess vegna er Sling með fjölbreytta viðskiptamanna flóru, okkar viðskiptavinur koma úr fjölbreyttum geirum eins og til dæmis verslun, iðnaði, veitingastöðum, spítölum, ferðamannaiðnaði, og flutningum svo eitthvað sé nefnt.“ Helgi hefur alla tíð haft mikla trú á fríkaup-viðskiptalíkaninu en það gengur út á það að hugbúnaðurinn er frír fyrir notendur, en síðan er hægt að kaupa viðbótarþjónustur með áskrift.Vísir/Vilhelm Að tala við notendur Helgi segist alltaf hafa trúað því að það sé nauðsynlegt að vera þar sem viðskiptavinurinn er en ekkert síður að vera í stanslausu samtali við notendur til þess að fá endurgjöf og athugasemdir. Þá hafi það líka hjálpað verulega til að fá viðskiptavini strax í upphafi, sem höfðu trú á vörunni og aðstoðuðu við þróunina. Þannig hafi fyrsti viðskiptavinurinn verið veitingahúsið Gló árið 2015. Við innleiðingu komu upp ýmiss vandræði en Sling sé auðvitað mun betra kerfi í dag en það var þá. Við erum afar þakklát þeim Elíasi, Sollu og Rakel fyrir að taka þátt í þróun á Sling á fyrstu metrunum. Það er til mikið af hugbúnaði sem fer aldrei á flug vegna þess að notendur gefa aldrei tækifæri á samtalinu sem er svo mikilvægt í byrjun,“ segir Helgi. Þá segir hann íslensk fyrirtæki sem nota Sling vera 150 talsins. Þar megi nefna til dæmis Te og Kaffi, 66N, Aveda, Laundromat, Hagstofan, RÚV, CCP, Controlant, Icewear, Omnom, aha, Múlaberg á Akureyri og fleiri. „Það er víða sem starfsmenn vinna á vöktum, skrá tíma og þurfa að eiga samskipti sín á milli,“ segir Helgi. Þá er Sling byrjað að tengja hugbúnaðinn við önnur eins og til dæmis Shopify þar sem starfsfólk getur stimplað sig inn á Shopify kassakerfið, en eru í raun að gera það á Sling. Þá segir Helgi Sling einnig búið að tengja kerfið við ADP og Gusto, sem eru stór launakerfi í Ameríku. Vill fá umsóknir í tölvupósti Helgi leggur áherslu á að starfshópurinn sé fjölbreyttur. Hjá Sling starfar fólk frá Kína, Ísrael, Póllandi, Íslandi, Kanada, Mexíkó, Suður Kóreu, Bandaríkjunum, Frakklandi og Rússlandi. Þetta skipti miklu máli þar sem starfsemin sé alþjóðleg. „Ég mæli með því að íslensk fyrirtæki reyni að hafa fjölbreyttan hóp, í því er mikill styrkur fyrir félög sem selja vörur utan Íslands,“ segir Helgi og bætir við: Við erum að ráða fólk í vinnu ef einhver hefur áhuga, sendið mér tölvupóst á helgi@getsling.com.“ Hann segir Covid ekki hafa haft mikil áhrif á starfsemina því hún hafi í mörg ár verið unnin í mikilli fjarvinnu og á nokkrum stöðum í heiminum. Sling er með nokkrar skrifstofur. Í New York fer fram hönnun og samtal við viðskiptavini um vöruna. Söluteymið er staðsett í Boise Idaho. Hugbúnaðarþróunin fer svo fram í Reykjavík og Póllandi. „Öll teymin eru svo ábyrg gagnvart því að viðskiptavinurinn nái árangri með því að nota vöruna okkar. Við höfum boðið upp á fjarvinnu í mörg ár og því hefur síðasta árið ekki breytt miklu hvað varðar okkar daglegu vinnu almennt en vírusinn hefur auðvitað haft veruleg áhrif á hluta af okkar viðskiptavinum.“ Margt erfitt, en margir sigrar Þegar Helgi er spurður að því hverjar helstu eða erfiðustu áskoranirnar hafa verið, rifjar hann upp upphafstímann. Það var töluverð áskorun að flytja til Bandaríkjanna með aðeins PowerPoint skjal og hugmynd um hvað Sling ætti að verða, við vorum ekki byrjuð að smíða vöruna. Að finna fyrstu viðskiptavini Sling og notendur var mikið mál og erfitt. Að ganga um götur NY borgar með PowerPoint kynningu og reyna að ná athygli fólks er ekkert grín,“ segir Helgi. Að sögn Helga byggir lykilatriðið á því að lausnin sem verið er að þróa, sé nákvæmlega sú sem viðskiptavinurinn þarf til að leysa sín vandamál. Að sannfæra fólk um ágæti vörunnar var þó erfitt í upphafi. „Það er hægt að smíða hvað sem er en ef engin notar vöruna þá er hún tilgangslaus. Þess vegna fannst mér það alltaf mikilvægt að vera á staðnum, þar sem viðskiptavinirnir eru og eiga í stanslausu samtali við þá um vöruna. Það er erfitt að sigra heiminn frá Bankastræti.“ Að sögn Helga hefur Sling þó alltaf unnið einhverja sigra á hverju ári. Það sé mikilvægt að fagna þeim öllum því það gefi hópnum kraftinn til að halda áfram. Árið 2018 var til dæmis stór sigur unninn þegar Sling fékk veitingamanninn Danny Meyer í New York til að nota kerfið fyrir alla sína staði. „Við vorum búin að reyna að selja þeim Sling í mörg ár á endalausum fundum. Hann á marga vinsæla og stóra veitingastaði á Manhattan eins og Gramercy Tavern og Union Square Cafe. Það var mikil viðurkenning fyrir Sling sem vöru og ákvörðun Danny Meyer sendi þau skilaboð til markaðarins að Sling væri góð og traust vara sem gæti keppt við hvern sem er,“ segir Helgi og bætir því við að dagurinn þegar samið var við Danny Meyer hafi verið góður dagur, enda sé sá samningur enn að hjálpa til við frekari sölu Sling til fyrirtækja í Ameríku. Nýsköpun fylgir mikil þrautseigja en Helgi hvetur fólk til að gefast ekki upp of snemma og fá með sér góðan hóp af fólki.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Ekki gefast upp! Helgi segir mikilvægt í nýsköpun að gefast ekki upp og að velja með sér gott fólk. „Teymið skiptir öllu máli og ég er heppinn að vera umkringdur góðu fólki í dag, fólki sem veit hvað það er að gera og hefur metnað og þrautseigju, þetta eru allt fagmenn á hæsta stigi,“ segir Helgi og bætir við: Lykilinn að þessu öllu saman er það starfsfólk Sling sem hefur þraukað í þessu í gegnum árin því oft hefur þetta verið afar erfitt. Það er auðvelt að hætta en erfitt að klára.“ Þá hvetur Helgi fólk til að gefast ekki of snemma upp. „Þetta er langhlaup og gott fyrir þá sem eru að spá í að stofna svona félög að gefast ekki upp eftir þrjú ár, úthaldið skiptir öllu máli. Allir geta stofnað fyrirtæki og þróað vöru en það er erfiðara að komast alla leið í jákvæðan rekstur. Ég segi oft að Sling verði „Seven Year Overnight Success” og við stefnum þangað ótrauð.“ Nýsköpun Tækni Góðu ráðin Tengdar fréttir Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 Fyrstu plönin fóru fljótlega í ruslið en núna stefnir Noona hátt „Planið okkar var upprunalega að vinna á daginn, ég að selja og Kjartan að búa til vöruna, og læra á kvöldin. Þau plön fóru fljótlega í ruslið. Áður en við vissum af vorum við farnir að vinna á daginn og spjalla um reksturinn á kvöldin. Einu skiptin sem við bjuggum til pláss fyrir lærdóminn var þegar prófkvíðinn var nægilega sterkur til að sannfæra okkur til þess,“ segir Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri Tímatals. 16. janúar 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Til dæmis er bókasafnið í Los Angeles viðskiptavinur Sling með um 350 starfsmenn á kerfinu. Okkur datt aldrei í hug að bókasafn myndi nota Sling þegar við byrjuðum. Auðvitað geta bókasöfn haft margar staðsetningar, opið fram á kvöld og um helgar og því mikill fjöldi fólks að vinna þar á vöktum,“ segir Helgi. Sling er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki en hugbúnaður Sling var gefinn út árið 2015. Í dag starfa 38 starfsmenn frá tíu löndum hjá Sling. Takk Rannís! Skrifstofur Sling eru nokkrar. Í New York fer fram hönnun og samtal við viðskiptavini um vöruna. Söluteymið er staðsett í Boise Idaho. Hugbúnaðarþróunin fer svo fram í Reykjavík og Póllandi. „Við fengum 32 milljóna króna styrk frá Rannís árið 2015 sem skipti okkur miklu máli og hjálpaði okkur af stað, takk fyrir Rannís!“ segir Helgi og bætir við: Það getur ekki verið auðvelt að fá hundruði umsókna og þurfa að velja örfáar úr bunkanum án skyggnigáfu.“ Þá segir hann Sling einnig hafa fengið litla fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði og sjóði í New York en þessi fjármögnun í upphafi segir Helgi hafa gefið þeim sjálfstraustið og hleðslu á bílinn, til að keyra af stað út í óvissuna. „Það er mikið verk að smíða vöru þar sem við eigum alla virðiskeðjuna, allt frá því að viðskiptavinir finna okkur á Google þar til þeir gerast áskrifendur að vörunni,“ segir Helgi. Frá árinu 2019 hefur Sling verið rekið með hagnaði. Það sem skipti sköpum fyrir reksturinn var stór samningur sem fyrirtækið gerði í Bandaríkjunum árið 2016 og skilaði þeim 330 milljóna króna eingreiðslu. Hluti starfshópsins hjá Sling, fv.: Luis Flores, Yossi Rozantsev, Guillaume Meunier og Helgi Hermannsson. Helgi mælir með því að fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi, ráði til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks. Hjá Sling starfa 38 starfsmenn frá tíu löndum.Vísir/Vilhelm „Freemium“ viðskiptamódelið Helgi segir hugmyndina strax í upphafi hafa verið þá að horfa til Bandaríkjanna og smíða lausn sem hentaði þeim markaði. Þá hafi hann alltaf haft mikla trú á viðskiptalíkani Sling, en það byggir á hinu svokallaða „freemium“ viðskiptamódeli, eða fríkaupum. Fríkaup er viðskiptamódel þar sem hluti af vörunni er ókeypis en hluti er seldur í áskrift. Þótt líkanið sé nokkuð þekkt í dag, viðurkennir Helgi að það hafi ekki allir verið sammála honum árið 2015. En líkanið virkar. Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. „Það er auðvelt fyrir viðskiptavini að byrja að nota fríkaupar útgáfuna af Sling og svo er það okkar að sannfæra notendur um að þeir muni hagnast verulega á því að nota allan hugbúnaðinn, líka þann sem þarf að borga fyrir,“ segir Helgi og bætir við: „Þetta módel hefur virkað vel fyrir okkur ásamt leitarvélabestun og jákvæðu viðhorfi notenda. Við höfum ekki greitt fyrir auglýsingar en erum samt sýnilegir og vinnum stöðugt að því að bæta sýnileika vörunnar,“ segir Helgi. Hann segir þó að þótt viðskiptalíkanið virki fyrir Sling, sé það að sjálfsögðu ekki módel sem virkar fyrir alla. Hjá Sling sé samsetningin þannig að af þeim 19.000 vinnustöðum sem nota Sling eru 4.600 þeirra greiðendur. Þeir viðskiptavinir séu í 78 löndum og þar af séu langflestir, eða 73% í Bandaríkjunum. En hvers vegna var ákveðið að horfa strax til Bandaríkjanna? „Bandaríkin eru stærsti hugbúnaðar markaðurinn og þaðan koma flest fyrirtækin sem við þekkjum. Þar er líka mikil samkeppni í öllum greinum og áskorunin mikil. Það er nauðsynlegt að gera vel til þess að eiga möguleika. Þú þarft að skilja vandamálið sem þú ert að reyna að leysa fyrir viðskiptavininn. Okkur áskorun var og er að þróa vöru sem er sjálfafgreiðslu vara á internetinu og sem er notuð um allan heim en með fókus á þarfir bandarískra viðskiptavina, vöru sem bætir daglegan rekstur fyrirtækja og hjálpar þannig eigendum og starfsmönnum að njóta ferðarinnar með okkur. Við erum verkfæri sem gerir notandanum kleift að verða ofurhetja, við spörum bæði tíma og peninga ásamt því að auka jákvæða upplifun fólks í starfi sínu,“ segir Helgi. Hann segir Sling fylgjast með árlegum vexti á markaðinum því fjöldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að leita að hugbúnaðarlausnum á netinu á hverjum degi. Þessi leit gangi út á að fyrirtækin eru að reyna að finna leiðir til að auðvelda sér reksturinn. „Þess vegna er Sling með fjölbreytta viðskiptamanna flóru, okkar viðskiptavinur koma úr fjölbreyttum geirum eins og til dæmis verslun, iðnaði, veitingastöðum, spítölum, ferðamannaiðnaði, og flutningum svo eitthvað sé nefnt.“ Helgi hefur alla tíð haft mikla trú á fríkaup-viðskiptalíkaninu en það gengur út á það að hugbúnaðurinn er frír fyrir notendur, en síðan er hægt að kaupa viðbótarþjónustur með áskrift.Vísir/Vilhelm Að tala við notendur Helgi segist alltaf hafa trúað því að það sé nauðsynlegt að vera þar sem viðskiptavinurinn er en ekkert síður að vera í stanslausu samtali við notendur til þess að fá endurgjöf og athugasemdir. Þá hafi það líka hjálpað verulega til að fá viðskiptavini strax í upphafi, sem höfðu trú á vörunni og aðstoðuðu við þróunina. Þannig hafi fyrsti viðskiptavinurinn verið veitingahúsið Gló árið 2015. Við innleiðingu komu upp ýmiss vandræði en Sling sé auðvitað mun betra kerfi í dag en það var þá. Við erum afar þakklát þeim Elíasi, Sollu og Rakel fyrir að taka þátt í þróun á Sling á fyrstu metrunum. Það er til mikið af hugbúnaði sem fer aldrei á flug vegna þess að notendur gefa aldrei tækifæri á samtalinu sem er svo mikilvægt í byrjun,“ segir Helgi. Þá segir hann íslensk fyrirtæki sem nota Sling vera 150 talsins. Þar megi nefna til dæmis Te og Kaffi, 66N, Aveda, Laundromat, Hagstofan, RÚV, CCP, Controlant, Icewear, Omnom, aha, Múlaberg á Akureyri og fleiri. „Það er víða sem starfsmenn vinna á vöktum, skrá tíma og þurfa að eiga samskipti sín á milli,“ segir Helgi. Þá er Sling byrjað að tengja hugbúnaðinn við önnur eins og til dæmis Shopify þar sem starfsfólk getur stimplað sig inn á Shopify kassakerfið, en eru í raun að gera það á Sling. Þá segir Helgi Sling einnig búið að tengja kerfið við ADP og Gusto, sem eru stór launakerfi í Ameríku. Vill fá umsóknir í tölvupósti Helgi leggur áherslu á að starfshópurinn sé fjölbreyttur. Hjá Sling starfar fólk frá Kína, Ísrael, Póllandi, Íslandi, Kanada, Mexíkó, Suður Kóreu, Bandaríkjunum, Frakklandi og Rússlandi. Þetta skipti miklu máli þar sem starfsemin sé alþjóðleg. „Ég mæli með því að íslensk fyrirtæki reyni að hafa fjölbreyttan hóp, í því er mikill styrkur fyrir félög sem selja vörur utan Íslands,“ segir Helgi og bætir við: Við erum að ráða fólk í vinnu ef einhver hefur áhuga, sendið mér tölvupóst á helgi@getsling.com.“ Hann segir Covid ekki hafa haft mikil áhrif á starfsemina því hún hafi í mörg ár verið unnin í mikilli fjarvinnu og á nokkrum stöðum í heiminum. Sling er með nokkrar skrifstofur. Í New York fer fram hönnun og samtal við viðskiptavini um vöruna. Söluteymið er staðsett í Boise Idaho. Hugbúnaðarþróunin fer svo fram í Reykjavík og Póllandi. „Öll teymin eru svo ábyrg gagnvart því að viðskiptavinurinn nái árangri með því að nota vöruna okkar. Við höfum boðið upp á fjarvinnu í mörg ár og því hefur síðasta árið ekki breytt miklu hvað varðar okkar daglegu vinnu almennt en vírusinn hefur auðvitað haft veruleg áhrif á hluta af okkar viðskiptavinum.“ Margt erfitt, en margir sigrar Þegar Helgi er spurður að því hverjar helstu eða erfiðustu áskoranirnar hafa verið, rifjar hann upp upphafstímann. Það var töluverð áskorun að flytja til Bandaríkjanna með aðeins PowerPoint skjal og hugmynd um hvað Sling ætti að verða, við vorum ekki byrjuð að smíða vöruna. Að finna fyrstu viðskiptavini Sling og notendur var mikið mál og erfitt. Að ganga um götur NY borgar með PowerPoint kynningu og reyna að ná athygli fólks er ekkert grín,“ segir Helgi. Að sögn Helga byggir lykilatriðið á því að lausnin sem verið er að þróa, sé nákvæmlega sú sem viðskiptavinurinn þarf til að leysa sín vandamál. Að sannfæra fólk um ágæti vörunnar var þó erfitt í upphafi. „Það er hægt að smíða hvað sem er en ef engin notar vöruna þá er hún tilgangslaus. Þess vegna fannst mér það alltaf mikilvægt að vera á staðnum, þar sem viðskiptavinirnir eru og eiga í stanslausu samtali við þá um vöruna. Það er erfitt að sigra heiminn frá Bankastræti.“ Að sögn Helga hefur Sling þó alltaf unnið einhverja sigra á hverju ári. Það sé mikilvægt að fagna þeim öllum því það gefi hópnum kraftinn til að halda áfram. Árið 2018 var til dæmis stór sigur unninn þegar Sling fékk veitingamanninn Danny Meyer í New York til að nota kerfið fyrir alla sína staði. „Við vorum búin að reyna að selja þeim Sling í mörg ár á endalausum fundum. Hann á marga vinsæla og stóra veitingastaði á Manhattan eins og Gramercy Tavern og Union Square Cafe. Það var mikil viðurkenning fyrir Sling sem vöru og ákvörðun Danny Meyer sendi þau skilaboð til markaðarins að Sling væri góð og traust vara sem gæti keppt við hvern sem er,“ segir Helgi og bætir því við að dagurinn þegar samið var við Danny Meyer hafi verið góður dagur, enda sé sá samningur enn að hjálpa til við frekari sölu Sling til fyrirtækja í Ameríku. Nýsköpun fylgir mikil þrautseigja en Helgi hvetur fólk til að gefast ekki upp of snemma og fá með sér góðan hóp af fólki.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Ekki gefast upp! Helgi segir mikilvægt í nýsköpun að gefast ekki upp og að velja með sér gott fólk. „Teymið skiptir öllu máli og ég er heppinn að vera umkringdur góðu fólki í dag, fólki sem veit hvað það er að gera og hefur metnað og þrautseigju, þetta eru allt fagmenn á hæsta stigi,“ segir Helgi og bætir við: Lykilinn að þessu öllu saman er það starfsfólk Sling sem hefur þraukað í þessu í gegnum árin því oft hefur þetta verið afar erfitt. Það er auðvelt að hætta en erfitt að klára.“ Þá hvetur Helgi fólk til að gefast ekki of snemma upp. „Þetta er langhlaup og gott fyrir þá sem eru að spá í að stofna svona félög að gefast ekki upp eftir þrjú ár, úthaldið skiptir öllu máli. Allir geta stofnað fyrirtæki og þróað vöru en það er erfiðara að komast alla leið í jákvæðan rekstur. Ég segi oft að Sling verði „Seven Year Overnight Success” og við stefnum þangað ótrauð.“
Nýsköpun Tækni Góðu ráðin Tengdar fréttir Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 Fyrstu plönin fóru fljótlega í ruslið en núna stefnir Noona hátt „Planið okkar var upprunalega að vinna á daginn, ég að selja og Kjartan að búa til vöruna, og læra á kvöldin. Þau plön fóru fljótlega í ruslið. Áður en við vissum af vorum við farnir að vinna á daginn og spjalla um reksturinn á kvöldin. Einu skiptin sem við bjuggum til pláss fyrir lærdóminn var þegar prófkvíðinn var nægilega sterkur til að sannfæra okkur til þess,“ segir Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri Tímatals. 16. janúar 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01
Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01
Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01
Fyrstu plönin fóru fljótlega í ruslið en núna stefnir Noona hátt „Planið okkar var upprunalega að vinna á daginn, ég að selja og Kjartan að búa til vöruna, og læra á kvöldin. Þau plön fóru fljótlega í ruslið. Áður en við vissum af vorum við farnir að vinna á daginn og spjalla um reksturinn á kvöldin. Einu skiptin sem við bjuggum til pláss fyrir lærdóminn var þegar prófkvíðinn var nægilega sterkur til að sannfæra okkur til þess,“ segir Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri Tímatals. 16. janúar 2021 07:00