Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Evrópusambandið Myndlist Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun