Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2021 08:39 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira