Ekki við landlækni að sakast Eva Hauksdóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:29 Í kjölfar yfirlýsingar sem við systkinin sendum frá okkur í gær hef ég orðið þess vör að misskilnings gætir um stöðu læknisins sem bar ábyrgð á meðferð móður okkar. Nokkrir hafa komið að máli við mig og lýst undrun sinni á því að landlæknir láti það viðgangast að læknirinn sé við störf. Rétt er að fram komi að landlæknir hefur tekið á þessu máli af fullri alvöru. Við óttuðumst að fá ekki áheyrn en reyndin varð sú að embættið fór nákvæmlega ofan í saumana á öllum okkar athugasemdum, leitaði svara við öllum okkar spurningum og gekk reyndar lengra en það. Fenginn var óháður sérfræðingur til að rannsaka málið og skilaði hann mjög umfangsmikilli og vandaðri álitsgerð. Að auki fór sérfræðingur á vegum embættisins rækilega yfir málið, skoðuð voru sjúkragögn og margar athugasemdir komu fram um atriði sem við höfðum ekki vitað af. Ég er starfsfólki embættis landlækni mjög þakklát fyrir vandaða málsmeðferð. Það vekur vissulega furðu að maðurinn skuli vera við störf á meðan málið er enn í lögreglurannsókn en hann er ekki með lækningaleyfi og starfar því á ábyrgð annarra lækna en ekki ábyrgð landlæknis. Ég stórefast um að landlæknir hafi nokkrar heimildir til að skipta sér af slíku fyrirkomulagi. Landlæknir hefur aftur á móti heimild til að mæla með endurveitingu starfsleyfis en það hefur ekki verið gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar yfirlýsingar sem við systkinin sendum frá okkur í gær hef ég orðið þess vör að misskilnings gætir um stöðu læknisins sem bar ábyrgð á meðferð móður okkar. Nokkrir hafa komið að máli við mig og lýst undrun sinni á því að landlæknir láti það viðgangast að læknirinn sé við störf. Rétt er að fram komi að landlæknir hefur tekið á þessu máli af fullri alvöru. Við óttuðumst að fá ekki áheyrn en reyndin varð sú að embættið fór nákvæmlega ofan í saumana á öllum okkar athugasemdum, leitaði svara við öllum okkar spurningum og gekk reyndar lengra en það. Fenginn var óháður sérfræðingur til að rannsaka málið og skilaði hann mjög umfangsmikilli og vandaðri álitsgerð. Að auki fór sérfræðingur á vegum embættisins rækilega yfir málið, skoðuð voru sjúkragögn og margar athugasemdir komu fram um atriði sem við höfðum ekki vitað af. Ég er starfsfólki embættis landlækni mjög þakklát fyrir vandaða málsmeðferð. Það vekur vissulega furðu að maðurinn skuli vera við störf á meðan málið er enn í lögreglurannsókn en hann er ekki með lækningaleyfi og starfar því á ábyrgð annarra lækna en ekki ábyrgð landlæknis. Ég stórefast um að landlæknir hafi nokkrar heimildir til að skipta sér af slíku fyrirkomulagi. Landlæknir hefur aftur á móti heimild til að mæla með endurveitingu starfsleyfis en það hefur ekki verið gert.
Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28
Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar