Velta Krónunnar aldrei meiri og hagnaður jókst um 22 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2021 12:56 Festi rekur á meðal annars Krónuna og Elko. Vísir/vilhelm Festi hagnaðist um tæplega 2,3 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman frá 2019 þegar hann nam um 2,8 milljörðum króna. Heildartekjurtekjur félagsins af sölu vöru- og þjónustu námu 86,3 milljörðum króna, samanborðið við 85,0 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019. Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019.
Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55
Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45