Ekkert samtal um samningsleysi Vilhjálmur Árnason skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun