Ekkert samtal um samningsleysi Vilhjálmur Árnason skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun