Þetta þarf ekki að vera svona flókið! Daði Geir Samúelsson skrifar 24. febrúar 2021 09:00 Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun