Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2021 15:06 Landgönguliðar vakta ströndina við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Yonhap Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. Maðurinn, sem er sjómaður á þrítugsaldri, var handtekinn sex klukkustundum síðar, þann 16. febrúar, löngu eftir að hann komst yfir landamærin og sagðist hann vilja hæli í Suður-Kóreu. Hann sagðist hafa forðast hermenn af ótta við að verða skotinn eða sendur aftur til Norður-Kóreu. Maðurinn synti með austurströnd ríkjanna og komst hann yfir gaddavíra á ströndinni með því að skríða í gegnum frárennsli. Hann synti svo rúma þrjá kílómetra til viðbótar og fór þar í land, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar, þar sem farið er yfir ferðalag mannsins. Þá gekk hann rúma fimm kílómetra eftir vegi þar sem hermenn sáu hann á öryggismyndavélum. Þrátt fyrir það var hann ekki gómaður fyrr en þremur klukkustundum síðar. Um þúsund manns flýja Norður-Kóreu á ári hverju en flestir fara til Kína. Það þykir mun auðveldara enda eru landamæri Norður- og Suður-Kóreu einhver víggirtustu landamæri heims. Á meðan ferðalag mannsins stóð yfir misstu hermenn ítrekað af honum á öryggismyndavélum og urðu ekki varir við tvær viðvörunarbjöllur. Einn hermaður sem átti að vakta kerfið var að gera breytingar á tölvukerfi og taldi hann viðvörunarbjöllurnar hafa hringt vegna þess. Annar var í símanum. Þá leiddi rannsókn sem hafin var eftir að annar flóttamaður komst í gegnum frárennsli í ljós að herinn vissi ekki af frárennslinu sem maðurinn skreið í gegnum. Í rauninni komust forsvarsmenn hersins að því að alls þrjú slík rör væru á landamærunum, sem væru ekki skráð hjá hernum. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að farið verði yfir það hvernig þetta gat gerst og vöktunarkerfi ríkisins á landamærunum verði bætt, samkvæmt frétt BBC. Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Maðurinn, sem er sjómaður á þrítugsaldri, var handtekinn sex klukkustundum síðar, þann 16. febrúar, löngu eftir að hann komst yfir landamærin og sagðist hann vilja hæli í Suður-Kóreu. Hann sagðist hafa forðast hermenn af ótta við að verða skotinn eða sendur aftur til Norður-Kóreu. Maðurinn synti með austurströnd ríkjanna og komst hann yfir gaddavíra á ströndinni með því að skríða í gegnum frárennsli. Hann synti svo rúma þrjá kílómetra til viðbótar og fór þar í land, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar, þar sem farið er yfir ferðalag mannsins. Þá gekk hann rúma fimm kílómetra eftir vegi þar sem hermenn sáu hann á öryggismyndavélum. Þrátt fyrir það var hann ekki gómaður fyrr en þremur klukkustundum síðar. Um þúsund manns flýja Norður-Kóreu á ári hverju en flestir fara til Kína. Það þykir mun auðveldara enda eru landamæri Norður- og Suður-Kóreu einhver víggirtustu landamæri heims. Á meðan ferðalag mannsins stóð yfir misstu hermenn ítrekað af honum á öryggismyndavélum og urðu ekki varir við tvær viðvörunarbjöllur. Einn hermaður sem átti að vakta kerfið var að gera breytingar á tölvukerfi og taldi hann viðvörunarbjöllurnar hafa hringt vegna þess. Annar var í símanum. Þá leiddi rannsókn sem hafin var eftir að annar flóttamaður komst í gegnum frárennsli í ljós að herinn vissi ekki af frárennslinu sem maðurinn skreið í gegnum. Í rauninni komust forsvarsmenn hersins að því að alls þrjú slík rör væru á landamærunum, sem væru ekki skráð hjá hernum. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að farið verði yfir það hvernig þetta gat gerst og vöktunarkerfi ríkisins á landamærunum verði bætt, samkvæmt frétt BBC.
Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira