Sportið í dag: Ætla Blikar að selja manninn sem gæti sótt titilinn í sumar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Brynjólfur Andersen Willumsson í leik með Blikum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag og þá sérstaklega mikinn áhugi á stráknum. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira