Sportið í dag: Ætla Blikar að selja manninn sem gæti sótt titilinn í sumar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Brynjólfur Andersen Willumsson í leik með Blikum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag og þá sérstaklega mikinn áhugi á stráknum. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira