Í skoðun að styrkja samgöngur til og frá flugvellinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 12:09 Rútuferðir á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgar liggja niðri vegna fækkunar flugfarþega. Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort rétt sé að grípa inn í og styrkja samgöngur þar á milli í ljósi þess að komufarþegar brjóti ítrekað reglur um sóttkví. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort og þá með hvaða hætti styrkja eigi samgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar í ljósi þess að enn eru brögð að því að komufarþegar virði að vettugi reglur um sóttkví með því að láta vini og ættingja sækja sig á völlinn. Öllum sem hingað koma er skylt að fara í skimun við komuna og beint í sóttkví að því loknu. Erfitt að eltast við fólk með einbeittan brotavilja Arngrímur Guðmundsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. „Það er talsvert um þetta ennþá. Við erum með löggæslu alla daga niður í komusal og við sjáum endalaust af bílum sem koma að sækja. Þetta er orðinn hálfgerður eltingaleikur þar sem menn taka leigubíla niður í bæ [Keflavík] á ákveðin svæði og þar koma ættingjar og sækja þá þannig að það er orðið ansi erfitt að ná í skottið á fólki.“ Í ljósi fækkunar flugfarþega liggja rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli niðri. Komufarþegar hafa því tvo valkosti í stöðunni en það er að taka leigubíl eða að leigja bílaleigubíl. „Í sjálfu sér þá horfir fólk á leigubílinn. Hann kostar dálítið mikið til Reykjavíkur til dæmis, jafnvel dýrari en flugfarið. Ég held að með því að koma upp samgöngum á milli Reykjavíkur og flugvallarins þá mun það létta mikið á þessu. Fólk myndi frekar fara í rútu til Reykjavíkur heldur en að láta sækja sig“. Fréttastofa hefur nú fengið staðfest frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að til skoðunar sé hvort rétt sé að tryggja ódýrari samöngur á milli flugvallarins og höfuðborgarinnar í ljósi aðstæðna. Ráðuneytið skoðar nú valkosti sem uppi eru til þess en einn þeirra lýtur að því að styrkja flugrútuna. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Reglugerðin að fullu innleidd á næstu dögum Líkt og fram hefur komið verða komufarþegar sektaðir fyrir að vera ekki með svokallað PCR próf. Arngrímur segist eiga von á því að ríkissaksóknari muni taka ákvörðun um sektarupphæð í dag. „Við reiknum með því að núna á næstu dögum þá verði þessi reglugerð innleidd að fullu hjá okkur þar sem menn verða sektaðir á landamærunum ef þeir koma ekki með PCR vottorð.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Öllum sem hingað koma er skylt að fara í skimun við komuna og beint í sóttkví að því loknu. Erfitt að eltast við fólk með einbeittan brotavilja Arngrímur Guðmundsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. „Það er talsvert um þetta ennþá. Við erum með löggæslu alla daga niður í komusal og við sjáum endalaust af bílum sem koma að sækja. Þetta er orðinn hálfgerður eltingaleikur þar sem menn taka leigubíla niður í bæ [Keflavík] á ákveðin svæði og þar koma ættingjar og sækja þá þannig að það er orðið ansi erfitt að ná í skottið á fólki.“ Í ljósi fækkunar flugfarþega liggja rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli niðri. Komufarþegar hafa því tvo valkosti í stöðunni en það er að taka leigubíl eða að leigja bílaleigubíl. „Í sjálfu sér þá horfir fólk á leigubílinn. Hann kostar dálítið mikið til Reykjavíkur til dæmis, jafnvel dýrari en flugfarið. Ég held að með því að koma upp samgöngum á milli Reykjavíkur og flugvallarins þá mun það létta mikið á þessu. Fólk myndi frekar fara í rútu til Reykjavíkur heldur en að láta sækja sig“. Fréttastofa hefur nú fengið staðfest frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að til skoðunar sé hvort rétt sé að tryggja ódýrari samöngur á milli flugvallarins og höfuðborgarinnar í ljósi aðstæðna. Ráðuneytið skoðar nú valkosti sem uppi eru til þess en einn þeirra lýtur að því að styrkja flugrútuna. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Reglugerðin að fullu innleidd á næstu dögum Líkt og fram hefur komið verða komufarþegar sektaðir fyrir að vera ekki með svokallað PCR próf. Arngrímur segist eiga von á því að ríkissaksóknari muni taka ákvörðun um sektarupphæð í dag. „Við reiknum með því að núna á næstu dögum þá verði þessi reglugerð innleidd að fullu hjá okkur þar sem menn verða sektaðir á landamærunum ef þeir koma ekki með PCR vottorð.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira