Húsreglur eiga að vera til staðar í öllum fjölbýlishúsum Daníel Árnason skrifar 23. febrúar 2021 11:31 Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun