„Maður er greinilega með sjónminni á bragð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Þann 28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund manns smitast af veirunni innanlands sem samsvarar því að um eitt og hálft prósent íbúa hafi fengið veiruna. Þó nokkur hluti þeirra sem hefur greinst er enn að glíma við afleiðingarnar. Þeirra á meðal er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira