„Maður er greinilega með sjónminni á bragð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Þann 28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund manns smitast af veirunni innanlands sem samsvarar því að um eitt og hálft prósent íbúa hafi fengið veiruna. Þó nokkur hluti þeirra sem hefur greinst er enn að glíma við afleiðingarnar. Þeirra á meðal er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira