Fróðleikur um framboðslista Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun