Brynjar telur spillingartal fráleitt ef Þorvaldur er einn til frásagnar Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2021 10:34 Brynjar telur afar hæpið að byggja niðurstöður um spillingu á Íslandi á því sem Þorvaldur Gylfason hefur um málið að segja. Brynjar Níelsson alþingismaður segir lítið mark á niðurstöðum Transparency International takandi ef samtökin vilja byggja sínar niðurstöður á ályktunum Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings Þetta kemur fram í grein sem Brynjar birtir á Vísi nú fyrir stundu. Hann segist stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. En traust og trúverðugleiki séu forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. „Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi,“ segir Brynjar. Í frétt Vísis frá því fyrr á þessu ári kemur fram að samkvæmt niðurstöðum Transparency International aukist spilling enn á Íslandi sem nú situr í 17. sæti á árlegum lista. Brynjar telur að ef þessi niðurstaða, sem hann segir fráleita, byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar, þá sé ekki von á góðu. „Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum,“ segir Brynjar meðal annars. Þorvaldur og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsa hildi háð og vakti mikla athygli í fyrra þegar Bjarni Benediktsson lagðist eindregið gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn til að ritstýra samnorræna efnahagsritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni, sem kallaður var sérstaklega fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, svaraði því meðal annars svo til að ekki væri hægt að sjá fyrir sér mann eins og Þorvald í því starfi. „Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn.“ Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03 Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Brynjar birtir á Vísi nú fyrir stundu. Hann segist stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. En traust og trúverðugleiki séu forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. „Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi,“ segir Brynjar. Í frétt Vísis frá því fyrr á þessu ári kemur fram að samkvæmt niðurstöðum Transparency International aukist spilling enn á Íslandi sem nú situr í 17. sæti á árlegum lista. Brynjar telur að ef þessi niðurstaða, sem hann segir fráleita, byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar, þá sé ekki von á góðu. „Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum,“ segir Brynjar meðal annars. Þorvaldur og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsa hildi háð og vakti mikla athygli í fyrra þegar Bjarni Benediktsson lagðist eindregið gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn til að ritstýra samnorræna efnahagsritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni, sem kallaður var sérstaklega fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, svaraði því meðal annars svo til að ekki væri hægt að sjá fyrir sér mann eins og Þorvald í því starfi. „Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn.“
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03 Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03
Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51