„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 16:07 Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. „Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“ Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
„Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“
Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira