Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 20:28 Kanye West og Kim Kardashian. Getty/Mark Sagliocco Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum. Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira