Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 20:00 Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira