Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:05 Grímur Grímsson tekur aftur við starfi yfirlögregluþjóns og þar með yfirmanns miðlægrar deildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Stefán Óli Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag. Þann 1. apríl verða þrjú ár liðin síðan hann tók við stöðunni hjá Europol en staðan var til þriggja ára með mögulega á eins árs framlengingu. Grímur tók við starfinu af Karli Steinari Valssyni sem hafði þá verið tengiliður Íslands hjá Europol árin á undan. Grímur og Karl Steinar höfðu í raun sætaskipti þann 1. apríl 2018 þegar Grímur fór til Hollands og Karl Steinar tók við miðlægu deildinni af Grími. Karl Steinar tók til starfa sem yfirlögregluþjónn alþjóðsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar. Síðan þá hefur Margeir Sveinsson stýrt miðlægri deild lögreglunnar. Miðlæg rannsóknardeild embættisins er staðsett á Hverfisgötu en deildin annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Morðið í Rauðagerði er á meðal mála sem miðlæga deildin hefur til rannsóknar þessa dagana. Grímur segist í samtali við Mbl.is hlakka til að koma til baka og muni nýta þá þekkingu sem hann hafi aflað sér ytra. Grímur sótti um starf ríkislögreglustjóra á síðasta ári þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ráðin í stöðuna. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Vistaskipti Lögreglan Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Þann 1. apríl verða þrjú ár liðin síðan hann tók við stöðunni hjá Europol en staðan var til þriggja ára með mögulega á eins árs framlengingu. Grímur tók við starfinu af Karli Steinari Valssyni sem hafði þá verið tengiliður Íslands hjá Europol árin á undan. Grímur og Karl Steinar höfðu í raun sætaskipti þann 1. apríl 2018 þegar Grímur fór til Hollands og Karl Steinar tók við miðlægu deildinni af Grími. Karl Steinar tók til starfa sem yfirlögregluþjónn alþjóðsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar. Síðan þá hefur Margeir Sveinsson stýrt miðlægri deild lögreglunnar. Miðlæg rannsóknardeild embættisins er staðsett á Hverfisgötu en deildin annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Morðið í Rauðagerði er á meðal mála sem miðlæga deildin hefur til rannsóknar þessa dagana. Grímur segist í samtali við Mbl.is hlakka til að koma til baka og muni nýta þá þekkingu sem hann hafi aflað sér ytra. Grímur sótti um starf ríkislögreglustjóra á síðasta ári þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ráðin í stöðuna. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur.
Vistaskipti Lögreglan Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira