„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2021 12:17 Frá komu fólks til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira