Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 11:52 Frá gistiskýli Reykjavíkurborgar við Lindargötu. Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“ Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“
Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira