Miklar líkur á að íslenskar raddir hætti að virka í Android-símum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 21:56 Meirihluti seldra snjallsíma á Íslandi notast við Android stýrikerfið frá Google. Getty/Mateusz Slodkowski Miklar líkur eru á því að íslensku talgervilsraddirnar Karl og Dóra hætti að virka í þeim Android snjallsímum og spjaldtölvum sem eru uppfærð í hið nýja Android 11 stýrikerfi. Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti. Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti.
Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira