Miklar líkur á að íslenskar raddir hætti að virka í Android-símum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 21:56 Meirihluti seldra snjallsíma á Íslandi notast við Android stýrikerfið frá Google. Getty/Mateusz Slodkowski Miklar líkur eru á því að íslensku talgervilsraddirnar Karl og Dóra hætti að virka í þeim Android snjallsímum og spjaldtölvum sem eru uppfærð í hið nýja Android 11 stýrikerfi. Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti. Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti.
Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira