Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Elín Margrét Böðvarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. febrúar 2021 20:07 Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/samsett mynd Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu