Tekjur tvöfölduðust á kórónuveiruárinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2021 16:25 Ragnar stofnaði AwareGo með eiginkonu sinni Helgu Steinþórsdóttur árið 2007. Aðsend Tekjur netöryggisfyrirtækisins AwareGo rúmlega tvöfölduðust frá árinu 2019 til 2020. Fyrirtækið þakkar vöxtinn að mestu stórum langtímasamningum við erlend fyrirtæki og endursöluaðila sem hlaupi á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastjóri AwareGo segir vöxt fyrirtækisins undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralegan. AwareGO hefur verið starfandi frá 2007 og sérhæfir sig í gerð myndbanda og kennsluhugbúnaðar sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum við að auka netöryggi með þjálfun starfsfólks. Hugbúnaðurinn er allur í skýinu sem þýðir að engra kerfisbreytinga er þörf af hálfu notenda og er hann hannaður til að tengjast öðrum hugbúnaðarlausnum. Meðal viðskiptavina AwareGO eru stofnanir og fyrirtæki á borð við Credit Suisse, Barclays, General Electric, UN Women og Nethope. Í tilkynningu frá AwareGo segir að eftirspurn eftir netöryggislausnum og þjálfun fyrir starfsfólk hafi stóraukist vegna Covid-19 auk þess sem innleiðing á svokallaðri GDPR-löggjöf og öðrum svipuðum persónuverndarreglugerðum skylda fyrirtæki til að þjálfa starfsfólk til að koma í veg fyrir leka á persónuupplýsingum og að læra að forðast tölvuárásir. Þörfin fyrir slíkt hafi orðið sérstaklega augljós í heimsfaraldri Covid-19 sem jók heimavinnu starfsfólks sem þar með fór úr nokkuð öruggu umhverfi skrifstofunnar í heimahús þar sem erfiðara er að tryggja netöryggi auk þess sem fólk umgengst netið á annan hátt heima við en á vinnustöðum. „Síðasta ár var óvenjulegt fyrir okkur öll en þó frekar spennandi fyrir AwareGO. Við unnum heima eins og svo margir aðrir en þörfin fyrir vörurnar okkar var gríðarleg og við náðum að landa stórum samningum þrátt fyrir að geta aldrei hitt neinn í eigin persónu. Það má segja að fjarfundir hafi styrkt samkeppnisstöðu minni fyrirtækja. Nú sitja allir, stórir sem smáir, við sama borð og það borð kann að vera eldhús- eða borðstofuborðið. Það eina sem skiptir máli er varan og hugvitið á bak við hana. Stórir erlendir aðilar hafa að auki sýnt AwareGO áhuga sem fjárfestingartækifæri á undanförnum 12 mánuðum og þær viðræður hafa einnig farið fram í gegnum fjarfundi,“ segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri AwareGO sem stofnaði fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni Helgu Steinþórsdóttur. Í tilkynningu segir að notendafjöldi AwareGO hafi meira en sjöfaldast á síðastliðnum tveimur árum og 99% viðskiptavina hafi endurnýjað samninga sína við fyrirtækið eftir að fyrstu áskrift líkur. „Stækkun AwareGO hefur verið ævintýraleg undanfarin tvö ár eða allt frá því að við settum hugbúnaðarlausnina okkar á markað. Við vorum áður með vinsælt kennsluefni en okkur vantaði skalanlega leið til að selja það og dreifa. Með því að hafa allt í skýjalausn náum við betur að hjálpa viðskiptavinum okkar að þjálfa sitt starfsfólk með markvissum og mælanlegum hætti. Stöðug fjölgun viðskiptavina auk stórra viðskiptasamninga og útboða sem við höfum náð að landa á undanförnu ári sýna að varan okkar er algjörlega á pari við það besta sem býðst frá mun stærri og þekktari fyrirtækjum í þessum geira,“ segir Ragnar. Hann segir vöxt AwareGo greinilegastan þegar komi að mælingum á endurteknum mánaðarlegum tekjum sem hafi þrefaldast árið 2020. Bein sala í gegnum netið til lítilla og millistórra fyrirtækja hafi aukist nokkuð á meðan tekjur í gegnum endursöluaðila og beinar sölur til stórfyrirtækja hafa stóraukist. „Stór hluti vaxtarins hjá AwareGO kemur til vegna aukinnar áherslu á samstarf við endursöluaðila. Aukinn kraftur var settur í þennan hluta viðskiptamódelsins í lok árs 2019. Tekjur vegna endursöluaðila sem selja efni og hugbúnað AwareGO áfram til sinna viðskiptavina hafa þrefaldast á undanförnum 12 mánuðum. Meðal endursöluaðila sem vinna með AwareGO eru þekkt fyrirtæki á borð við TrendMicro, Advania, Eloomi og Cofense. Stærstur hluti mánaðarlegra tekna AwareGO kemur þó enn í gegnum beinar sölur og hafa tekjur vegna beinnar sölu til stórfyrirtækja fimmfaldast. Þyngst vega þar stórir samningar við Fortune 500 stórfyrirtæki með gríðarlegan fjölda starfsmanna,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
AwareGO hefur verið starfandi frá 2007 og sérhæfir sig í gerð myndbanda og kennsluhugbúnaðar sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum við að auka netöryggi með þjálfun starfsfólks. Hugbúnaðurinn er allur í skýinu sem þýðir að engra kerfisbreytinga er þörf af hálfu notenda og er hann hannaður til að tengjast öðrum hugbúnaðarlausnum. Meðal viðskiptavina AwareGO eru stofnanir og fyrirtæki á borð við Credit Suisse, Barclays, General Electric, UN Women og Nethope. Í tilkynningu frá AwareGo segir að eftirspurn eftir netöryggislausnum og þjálfun fyrir starfsfólk hafi stóraukist vegna Covid-19 auk þess sem innleiðing á svokallaðri GDPR-löggjöf og öðrum svipuðum persónuverndarreglugerðum skylda fyrirtæki til að þjálfa starfsfólk til að koma í veg fyrir leka á persónuupplýsingum og að læra að forðast tölvuárásir. Þörfin fyrir slíkt hafi orðið sérstaklega augljós í heimsfaraldri Covid-19 sem jók heimavinnu starfsfólks sem þar með fór úr nokkuð öruggu umhverfi skrifstofunnar í heimahús þar sem erfiðara er að tryggja netöryggi auk þess sem fólk umgengst netið á annan hátt heima við en á vinnustöðum. „Síðasta ár var óvenjulegt fyrir okkur öll en þó frekar spennandi fyrir AwareGO. Við unnum heima eins og svo margir aðrir en þörfin fyrir vörurnar okkar var gríðarleg og við náðum að landa stórum samningum þrátt fyrir að geta aldrei hitt neinn í eigin persónu. Það má segja að fjarfundir hafi styrkt samkeppnisstöðu minni fyrirtækja. Nú sitja allir, stórir sem smáir, við sama borð og það borð kann að vera eldhús- eða borðstofuborðið. Það eina sem skiptir máli er varan og hugvitið á bak við hana. Stórir erlendir aðilar hafa að auki sýnt AwareGO áhuga sem fjárfestingartækifæri á undanförnum 12 mánuðum og þær viðræður hafa einnig farið fram í gegnum fjarfundi,“ segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri AwareGO sem stofnaði fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni Helgu Steinþórsdóttur. Í tilkynningu segir að notendafjöldi AwareGO hafi meira en sjöfaldast á síðastliðnum tveimur árum og 99% viðskiptavina hafi endurnýjað samninga sína við fyrirtækið eftir að fyrstu áskrift líkur. „Stækkun AwareGO hefur verið ævintýraleg undanfarin tvö ár eða allt frá því að við settum hugbúnaðarlausnina okkar á markað. Við vorum áður með vinsælt kennsluefni en okkur vantaði skalanlega leið til að selja það og dreifa. Með því að hafa allt í skýjalausn náum við betur að hjálpa viðskiptavinum okkar að þjálfa sitt starfsfólk með markvissum og mælanlegum hætti. Stöðug fjölgun viðskiptavina auk stórra viðskiptasamninga og útboða sem við höfum náð að landa á undanförnu ári sýna að varan okkar er algjörlega á pari við það besta sem býðst frá mun stærri og þekktari fyrirtækjum í þessum geira,“ segir Ragnar. Hann segir vöxt AwareGo greinilegastan þegar komi að mælingum á endurteknum mánaðarlegum tekjum sem hafi þrefaldast árið 2020. Bein sala í gegnum netið til lítilla og millistórra fyrirtækja hafi aukist nokkuð á meðan tekjur í gegnum endursöluaðila og beinar sölur til stórfyrirtækja hafa stóraukist. „Stór hluti vaxtarins hjá AwareGO kemur til vegna aukinnar áherslu á samstarf við endursöluaðila. Aukinn kraftur var settur í þennan hluta viðskiptamódelsins í lok árs 2019. Tekjur vegna endursöluaðila sem selja efni og hugbúnað AwareGO áfram til sinna viðskiptavina hafa þrefaldast á undanförnum 12 mánuðum. Meðal endursöluaðila sem vinna með AwareGO eru þekkt fyrirtæki á borð við TrendMicro, Advania, Eloomi og Cofense. Stærstur hluti mánaðarlegra tekna AwareGO kemur þó enn í gegnum beinar sölur og hafa tekjur vegna beinnar sölu til stórfyrirtækja fimmfaldast. Þyngst vega þar stórir samningar við Fortune 500 stórfyrirtæki með gríðarlegan fjölda starfsmanna,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira