Vel vopnum búin Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 16:30 Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Lögreglan Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun