Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 11:52 Kínverjar á netinu. AP/Andy Wong Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum. Kína Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum.
Kína Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira