Ó þú dásamlega Borgarlína! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. febrúar 2021 07:00 Ég hlustaði á kynningu á fyrsta framkvæmdahluta Borgarlínu í bæjarráði fyrir skömmu og verð að viðurkenna að það fór um mig góð tilfinning. Loksins sjáum við fram á að hafist verði handa við eina umfangsmestu framkvæmd á uppbyggingu innviða þessa lands. Þvílíkir tímar að lifa. Loksins sjáum við fram á að almenningssamgöngur muni virka sem skjótur fararkostur og verða alvöru valkostur fyrir fólk á öllum aldri. Ég trúi því að um leið og við upplifum raunverulegan tímasparnað og þægindin sem fylgja Borgarlínu að þá hoppum við fleiri en ætla mætti á þann vagn. Ekki bara unga fólkið sem bíður mögulega einna spenntast og lætur ekki deigan síga við þær aðstæður sem nú eru og nýta almenningssamgöngur sama hvað. Tilgangur þess að tala stórkostlega framkvæmd niður Ég hef verið nokkuð hugsi yfir þeirri neikvæðu umræðu sem er úti í samfélaginu. Hún hefur hingað til einkennst af vel miðaldra körlum sem hafa mjög sterka og neikvæða skoðun á Borgarlínunni sem valkost. Og rökin eru oft með miklum ólíkindum. Talað er um að við sem aðhyllumst betri almenningssamgöngur hötum bifreiðar. “Þið sem hatið einkabílinn” er upphrópun sem ég átta mig ekki á hvernig hægt er að slá fram í umræðunni. En markmið þessara útvöldu karla fer ekkert á huldu. Það á einfaldlega að hafa sem hæst og úthrópa Borgarlínuna sem bastarð sem enginn vill og mun ekki virka. Staðreyndir málsins eru að það verða vissulega miklar breytingar á umferðaræðum, ásýnd og skipulagi og það sem meira er, það er frábært að sjá hvernig sú breyting kemur til með að líta út. Framtíðar stefið unga fólkið og tækifærin Staðreyndin er sú að allir kalla eftir þægilegri samgöngumáta, hraðari farakosti, minni mengun og aðlaðandi umhverfi heilt yfir til að lifa og starfa í. Ég, sem búsett er í Garðabæ sem einhverjir kalla mekka einkabílsins, bíð spennt og fagna því að hingað til hafa Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar talað fallega um Borgarlínuna. Talað hana upp en ekki niður. Borgarlínan er hagsmunamál allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og verður til þess fallin að gefa sveitarfélögunum í Kraganum aukna vigt, ekki bara í vali á búsetu heldur einnig sem fýsileg staðsetning alls kyns atvinnustarfsemi. Við horfum til að mynda til þess að Tækniskólinn ein af mikilvægu menntastofnunum landsins hafi áform um að staðsetja sig í Kraganum og þá skipta samgöngur öllu máli. Ungt fólk kýs almenningssamgöngur og gerir þá kröfu að við sem samfélag horfum til framtíðar og tökum allar breytur inn þegar kemur að skipulagi samgangna og íbúðauppbygginu. Fyrir utan mikilvægi þess að að draga úr umferðarmengun almennt. Áfram Borgarlína - keyrum þetta í gang! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Borgarlína Garðabær Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hlustaði á kynningu á fyrsta framkvæmdahluta Borgarlínu í bæjarráði fyrir skömmu og verð að viðurkenna að það fór um mig góð tilfinning. Loksins sjáum við fram á að hafist verði handa við eina umfangsmestu framkvæmd á uppbyggingu innviða þessa lands. Þvílíkir tímar að lifa. Loksins sjáum við fram á að almenningssamgöngur muni virka sem skjótur fararkostur og verða alvöru valkostur fyrir fólk á öllum aldri. Ég trúi því að um leið og við upplifum raunverulegan tímasparnað og þægindin sem fylgja Borgarlínu að þá hoppum við fleiri en ætla mætti á þann vagn. Ekki bara unga fólkið sem bíður mögulega einna spenntast og lætur ekki deigan síga við þær aðstæður sem nú eru og nýta almenningssamgöngur sama hvað. Tilgangur þess að tala stórkostlega framkvæmd niður Ég hef verið nokkuð hugsi yfir þeirri neikvæðu umræðu sem er úti í samfélaginu. Hún hefur hingað til einkennst af vel miðaldra körlum sem hafa mjög sterka og neikvæða skoðun á Borgarlínunni sem valkost. Og rökin eru oft með miklum ólíkindum. Talað er um að við sem aðhyllumst betri almenningssamgöngur hötum bifreiðar. “Þið sem hatið einkabílinn” er upphrópun sem ég átta mig ekki á hvernig hægt er að slá fram í umræðunni. En markmið þessara útvöldu karla fer ekkert á huldu. Það á einfaldlega að hafa sem hæst og úthrópa Borgarlínuna sem bastarð sem enginn vill og mun ekki virka. Staðreyndir málsins eru að það verða vissulega miklar breytingar á umferðaræðum, ásýnd og skipulagi og það sem meira er, það er frábært að sjá hvernig sú breyting kemur til með að líta út. Framtíðar stefið unga fólkið og tækifærin Staðreyndin er sú að allir kalla eftir þægilegri samgöngumáta, hraðari farakosti, minni mengun og aðlaðandi umhverfi heilt yfir til að lifa og starfa í. Ég, sem búsett er í Garðabæ sem einhverjir kalla mekka einkabílsins, bíð spennt og fagna því að hingað til hafa Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar talað fallega um Borgarlínuna. Talað hana upp en ekki niður. Borgarlínan er hagsmunamál allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og verður til þess fallin að gefa sveitarfélögunum í Kraganum aukna vigt, ekki bara í vali á búsetu heldur einnig sem fýsileg staðsetning alls kyns atvinnustarfsemi. Við horfum til að mynda til þess að Tækniskólinn ein af mikilvægu menntastofnunum landsins hafi áform um að staðsetja sig í Kraganum og þá skipta samgöngur öllu máli. Ungt fólk kýs almenningssamgöngur og gerir þá kröfu að við sem samfélag horfum til framtíðar og tökum allar breytur inn þegar kemur að skipulagi samgangna og íbúðauppbygginu. Fyrir utan mikilvægi þess að að draga úr umferðarmengun almennt. Áfram Borgarlína - keyrum þetta í gang! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun