Ó þú dásamlega Borgarlína! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. febrúar 2021 07:00 Ég hlustaði á kynningu á fyrsta framkvæmdahluta Borgarlínu í bæjarráði fyrir skömmu og verð að viðurkenna að það fór um mig góð tilfinning. Loksins sjáum við fram á að hafist verði handa við eina umfangsmestu framkvæmd á uppbyggingu innviða þessa lands. Þvílíkir tímar að lifa. Loksins sjáum við fram á að almenningssamgöngur muni virka sem skjótur fararkostur og verða alvöru valkostur fyrir fólk á öllum aldri. Ég trúi því að um leið og við upplifum raunverulegan tímasparnað og þægindin sem fylgja Borgarlínu að þá hoppum við fleiri en ætla mætti á þann vagn. Ekki bara unga fólkið sem bíður mögulega einna spenntast og lætur ekki deigan síga við þær aðstæður sem nú eru og nýta almenningssamgöngur sama hvað. Tilgangur þess að tala stórkostlega framkvæmd niður Ég hef verið nokkuð hugsi yfir þeirri neikvæðu umræðu sem er úti í samfélaginu. Hún hefur hingað til einkennst af vel miðaldra körlum sem hafa mjög sterka og neikvæða skoðun á Borgarlínunni sem valkost. Og rökin eru oft með miklum ólíkindum. Talað er um að við sem aðhyllumst betri almenningssamgöngur hötum bifreiðar. “Þið sem hatið einkabílinn” er upphrópun sem ég átta mig ekki á hvernig hægt er að slá fram í umræðunni. En markmið þessara útvöldu karla fer ekkert á huldu. Það á einfaldlega að hafa sem hæst og úthrópa Borgarlínuna sem bastarð sem enginn vill og mun ekki virka. Staðreyndir málsins eru að það verða vissulega miklar breytingar á umferðaræðum, ásýnd og skipulagi og það sem meira er, það er frábært að sjá hvernig sú breyting kemur til með að líta út. Framtíðar stefið unga fólkið og tækifærin Staðreyndin er sú að allir kalla eftir þægilegri samgöngumáta, hraðari farakosti, minni mengun og aðlaðandi umhverfi heilt yfir til að lifa og starfa í. Ég, sem búsett er í Garðabæ sem einhverjir kalla mekka einkabílsins, bíð spennt og fagna því að hingað til hafa Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar talað fallega um Borgarlínuna. Talað hana upp en ekki niður. Borgarlínan er hagsmunamál allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og verður til þess fallin að gefa sveitarfélögunum í Kraganum aukna vigt, ekki bara í vali á búsetu heldur einnig sem fýsileg staðsetning alls kyns atvinnustarfsemi. Við horfum til að mynda til þess að Tækniskólinn ein af mikilvægu menntastofnunum landsins hafi áform um að staðsetja sig í Kraganum og þá skipta samgöngur öllu máli. Ungt fólk kýs almenningssamgöngur og gerir þá kröfu að við sem samfélag horfum til framtíðar og tökum allar breytur inn þegar kemur að skipulagi samgangna og íbúðauppbygginu. Fyrir utan mikilvægi þess að að draga úr umferðarmengun almennt. Áfram Borgarlína - keyrum þetta í gang! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Borgarlína Garðabær Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hlustaði á kynningu á fyrsta framkvæmdahluta Borgarlínu í bæjarráði fyrir skömmu og verð að viðurkenna að það fór um mig góð tilfinning. Loksins sjáum við fram á að hafist verði handa við eina umfangsmestu framkvæmd á uppbyggingu innviða þessa lands. Þvílíkir tímar að lifa. Loksins sjáum við fram á að almenningssamgöngur muni virka sem skjótur fararkostur og verða alvöru valkostur fyrir fólk á öllum aldri. Ég trúi því að um leið og við upplifum raunverulegan tímasparnað og þægindin sem fylgja Borgarlínu að þá hoppum við fleiri en ætla mætti á þann vagn. Ekki bara unga fólkið sem bíður mögulega einna spenntast og lætur ekki deigan síga við þær aðstæður sem nú eru og nýta almenningssamgöngur sama hvað. Tilgangur þess að tala stórkostlega framkvæmd niður Ég hef verið nokkuð hugsi yfir þeirri neikvæðu umræðu sem er úti í samfélaginu. Hún hefur hingað til einkennst af vel miðaldra körlum sem hafa mjög sterka og neikvæða skoðun á Borgarlínunni sem valkost. Og rökin eru oft með miklum ólíkindum. Talað er um að við sem aðhyllumst betri almenningssamgöngur hötum bifreiðar. “Þið sem hatið einkabílinn” er upphrópun sem ég átta mig ekki á hvernig hægt er að slá fram í umræðunni. En markmið þessara útvöldu karla fer ekkert á huldu. Það á einfaldlega að hafa sem hæst og úthrópa Borgarlínuna sem bastarð sem enginn vill og mun ekki virka. Staðreyndir málsins eru að það verða vissulega miklar breytingar á umferðaræðum, ásýnd og skipulagi og það sem meira er, það er frábært að sjá hvernig sú breyting kemur til með að líta út. Framtíðar stefið unga fólkið og tækifærin Staðreyndin er sú að allir kalla eftir þægilegri samgöngumáta, hraðari farakosti, minni mengun og aðlaðandi umhverfi heilt yfir til að lifa og starfa í. Ég, sem búsett er í Garðabæ sem einhverjir kalla mekka einkabílsins, bíð spennt og fagna því að hingað til hafa Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar talað fallega um Borgarlínuna. Talað hana upp en ekki niður. Borgarlínan er hagsmunamál allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og verður til þess fallin að gefa sveitarfélögunum í Kraganum aukna vigt, ekki bara í vali á búsetu heldur einnig sem fýsileg staðsetning alls kyns atvinnustarfsemi. Við horfum til að mynda til þess að Tækniskólinn ein af mikilvægu menntastofnunum landsins hafi áform um að staðsetja sig í Kraganum og þá skipta samgöngur öllu máli. Ungt fólk kýs almenningssamgöngur og gerir þá kröfu að við sem samfélag horfum til framtíðar og tökum allar breytur inn þegar kemur að skipulagi samgangna og íbúðauppbygginu. Fyrir utan mikilvægi þess að að draga úr umferðarmengun almennt. Áfram Borgarlína - keyrum þetta í gang! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun