Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 21:26 Pablo Hasel ætlar sér ekki að gefa sig fram og afplána níu mánaða fangelsisdóm. Lorena Sopêna I Lòpez/Europa Press via Getty Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira