Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 22:39 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi Donald Trump fyrrverandi forseta harðlega í kvöld. Vísir/AP Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent