Trump sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Getty/Ethan Miller Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51
Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent