Trump sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Getty/Ethan Miller Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51
Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46