Þorpsbúar telja líklegt að Sadpara hafi freistað þess að bjarga félögum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 13:23 John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum. Íbúar í þorpinu hans Ali Sadpara, sem nú er leitað á K2 ásamt John Snorra Sigurjónssyni og Juan Pablo Mohr, telja líklegast að annar félaga hans hafi slasast og Sadpara freistað þess að bjarga hópnum í stað þess að halda áfram niður fjallið. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um Sadpara, sem er Pakistani. Þar segir að sérfræðingar séu á einu máli um að hættan sé mest á niðurleið, þar sem eitt feilspor getur sent menn niður í djúpið dimma. Þeir sem þekkja Sadpara draga hins vegar í efa að hann myndi gera slík mistök og telja líklegra að eitthvað hafi hent samferðamenn hans. BBC hefur eftir þorpsbúum að oftar en einu sinni hafi geitur sem Sadpara var að sinna meiðst og hann borið þær niður fjallið í stað þess að aflífa þær, eins og venja er. Þrátt fyrir að meira en vika sé liðin frá því að síðast heyrðist til félaganna bíður fólk enn eftir kraftaverki. „Það var í síðasta skipti sem ég sá þá“ Sajid Sadpara, sonur Ali, segir hins vegar litlar líkur á því að mennirnir séu enn á lífi. Í samtali við BBC segir hann frá því hvernig 25 til 30 lögðu af stað á fjallið en að allir hefðu snúið við áður en komið var í 8.000 metra hæð. Þá greinir hann frá síðustu samskiptum sínum við föður sinn. „Ég kallaði að kúturinn væri lekur. Hann sagði: „Ekki hafa áhyggjur, haltu áfram að klifra, þér mun líða betur.“ En ég hafði ekki styrk til þess og ákvað að snúa við. Það var um hádegi á föstudeginum. Það var í síðasta skipti sem ég sá þá.“ Spurður að því hvers vegna faðir hans ákvað að halda áfram svarar Sajid: „Nepalarnir höfðu gert þetta viku áður og hann vildi gera það líka, því K2 er fjallið okkar.“ Vildi skjóta Nepölunum ref fyrir rass Nepalarnir sem um ræðir voru þeir fyrstu sem náðu á topp K2 að vetrarlagi. Sajid segir allar líkur á að faðir hans, John Snorri og Juan Pablo Mohr hafi náð toppnum en BBC spyr að því hvers vegna hann var ákveðinn í því að gera það án súrefnis. Ein kenning gengur út á að Sadpara hafi gert það þar sem hann var samningsbundinn til að fylgja John Snorra en BBC hefur eftir blaðamanninum Nisar Abbas, sem einnig er vinur Sadpara, að það sé vitleysa. Sadpara hafi hreinlega viljað feta í fótspor Nepalana og gott betur. „Hann hafði líkamsbyggingu og ávana íþróttamanns og var líka góður námsmaður. Hann féll aldrei í neinu fagi. Þar sem eldri bróður hans gekk ekki vel í skóla var faðir hans áhugasamur um að hann fengi góða menntun og það var þess vegna sem hann flutti hann til Skardu,“ segir Abbas. Annar vinur, Hamid Hussain, minnist Sadpara einnig með hlýju. „Hann var hugrakkur, þægilegur og afar vinalegur.“ Umfjöllun BBC. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um Sadpara, sem er Pakistani. Þar segir að sérfræðingar séu á einu máli um að hættan sé mest á niðurleið, þar sem eitt feilspor getur sent menn niður í djúpið dimma. Þeir sem þekkja Sadpara draga hins vegar í efa að hann myndi gera slík mistök og telja líklegra að eitthvað hafi hent samferðamenn hans. BBC hefur eftir þorpsbúum að oftar en einu sinni hafi geitur sem Sadpara var að sinna meiðst og hann borið þær niður fjallið í stað þess að aflífa þær, eins og venja er. Þrátt fyrir að meira en vika sé liðin frá því að síðast heyrðist til félaganna bíður fólk enn eftir kraftaverki. „Það var í síðasta skipti sem ég sá þá“ Sajid Sadpara, sonur Ali, segir hins vegar litlar líkur á því að mennirnir séu enn á lífi. Í samtali við BBC segir hann frá því hvernig 25 til 30 lögðu af stað á fjallið en að allir hefðu snúið við áður en komið var í 8.000 metra hæð. Þá greinir hann frá síðustu samskiptum sínum við föður sinn. „Ég kallaði að kúturinn væri lekur. Hann sagði: „Ekki hafa áhyggjur, haltu áfram að klifra, þér mun líða betur.“ En ég hafði ekki styrk til þess og ákvað að snúa við. Það var um hádegi á föstudeginum. Það var í síðasta skipti sem ég sá þá.“ Spurður að því hvers vegna faðir hans ákvað að halda áfram svarar Sajid: „Nepalarnir höfðu gert þetta viku áður og hann vildi gera það líka, því K2 er fjallið okkar.“ Vildi skjóta Nepölunum ref fyrir rass Nepalarnir sem um ræðir voru þeir fyrstu sem náðu á topp K2 að vetrarlagi. Sajid segir allar líkur á að faðir hans, John Snorri og Juan Pablo Mohr hafi náð toppnum en BBC spyr að því hvers vegna hann var ákveðinn í því að gera það án súrefnis. Ein kenning gengur út á að Sadpara hafi gert það þar sem hann var samningsbundinn til að fylgja John Snorra en BBC hefur eftir blaðamanninum Nisar Abbas, sem einnig er vinur Sadpara, að það sé vitleysa. Sadpara hafi hreinlega viljað feta í fótspor Nepalana og gott betur. „Hann hafði líkamsbyggingu og ávana íþróttamanns og var líka góður námsmaður. Hann féll aldrei í neinu fagi. Þar sem eldri bróður hans gekk ekki vel í skóla var faðir hans áhugasamur um að hann fengi góða menntun og það var þess vegna sem hann flutti hann til Skardu,“ segir Abbas. Annar vinur, Hamid Hussain, minnist Sadpara einnig með hlýju. „Hann var hugrakkur, þægilegur og afar vinalegur.“ Umfjöllun BBC.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48