Lögmenn Trumps saka Demókrata um hræsni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 23:21 Niðurstöðu er nú beðið í ákærunni á hendur Trumps vegna orða sem hann lét falla og Demókratar telja að hafi valdið árásinni á bandaríska þinghúsið. Getty/Pete Marovich Lögmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem flytja mál hans fyrir öldungadeild Bandaríkjanna vegna ákæru um embættisbrot, segja Demókrata herja hatursherferð gegn fyrrverandi forsetanum. Þeir segja þá hafa snúið út úr orðum forsetans fyrrverandi sem hann lét falla fyrir árásina sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun árs. Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24