Bláa Lónið nú opið um helgar eftir fjögurra mánaða lokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 16:29 Bláa lónið hefur verið tómt í fjóra mánuði en nú ætti fólk að fara að sjást aftur í bláu lóninu um helgar næstu vikurnar. vísir/vilhelm Bláa Lónið verður opnað á ný á morgun eftir að hafa verið lokað frá 8. október. Bláa Lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa Lónsins í Svartsengi, verða opin allar helgar fram á vor. Retreat Spa verður opið á laugardögum. Retreat hótel og veitingastaðurinn Moss verða sömuleiðis opnuð en með takmarkaðri opnunartíma. Veitingastaðurinn Lava mun bjóða upp á bröns alla laugardaga og sunnudaga í vor frá klukkan 11 til 15. Þar geta gestir snætt á sloppnum á milli þess sem þeir njóta dvalarinnar í Bláa Lóninu. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir sé fylgt í hvívetna á öllum starfstöðvum Bláa Lónsins. Vegna takmarkanna séu gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum. Bláa lónið fór ekki varhluta af kórónuveirufaraldrinum og hruni í ferðamennsku á síðasta ári. Fyrirtækið sagði upp fjölda fólks, lokaði tímabundið en nýtti sér uppsagnastyrki ríkisins á tímabilinu maí til október í fyrra. Bláa lónið fékk 590 milljónir í uppsagnastyrk en í umfjöllun Kveiks á dögunum kom fram að hluthafar fyrirtækisins hefðu fengið samtals 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu árin þrjú á undan. Samkvæmt lögum þurfa fyrirtæki sem fá uppsagnastyrk að uppfylla tiltekin skilyrði áður en þau geta á ný byrjað að greiða sér arð. Fortíðararður skiptir þó ekki máli. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á í Kveiki að Bláa lónið hefði verið einn stærsti skattgreiðandi á Íslandi svo árum skipti og skattspor þess árin 2017-2019 verið rúmir 13 milljarðar króna. Arðgreiðslur séu merki um hraustleika fyrirtækja. Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Sundlaugar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Retreat hótel og veitingastaðurinn Moss verða sömuleiðis opnuð en með takmarkaðri opnunartíma. Veitingastaðurinn Lava mun bjóða upp á bröns alla laugardaga og sunnudaga í vor frá klukkan 11 til 15. Þar geta gestir snætt á sloppnum á milli þess sem þeir njóta dvalarinnar í Bláa Lóninu. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir sé fylgt í hvívetna á öllum starfstöðvum Bláa Lónsins. Vegna takmarkanna séu gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum. Bláa lónið fór ekki varhluta af kórónuveirufaraldrinum og hruni í ferðamennsku á síðasta ári. Fyrirtækið sagði upp fjölda fólks, lokaði tímabundið en nýtti sér uppsagnastyrki ríkisins á tímabilinu maí til október í fyrra. Bláa lónið fékk 590 milljónir í uppsagnastyrk en í umfjöllun Kveiks á dögunum kom fram að hluthafar fyrirtækisins hefðu fengið samtals 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu árin þrjú á undan. Samkvæmt lögum þurfa fyrirtæki sem fá uppsagnastyrk að uppfylla tiltekin skilyrði áður en þau geta á ný byrjað að greiða sér arð. Fortíðararður skiptir þó ekki máli. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á í Kveiki að Bláa lónið hefði verið einn stærsti skattgreiðandi á Íslandi svo árum skipti og skattspor þess árin 2017-2019 verið rúmir 13 milljarðar króna. Arðgreiðslur séu merki um hraustleika fyrirtækja.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Sundlaugar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira