Hallast frekar að sigri Fram í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2021 11:00 Fram og Valur, liðin í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna, eigast við í Safamýrinni í dag. vísir/bára Fram og Valur mætast í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, á von á mjög jöfnum leik þar sem vörn og markvarsla muni gera gæfumuninn. Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Sjá meira
Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Sjá meira